Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 26
Kristján Þórarinsson
Um mistúlkun á „Tulkun veiðidánartalna“
- í tilefni af grein Einars Júlíussonar í Ægi, 3. tbl. 1993
I upphafi langrar greinar um „Veiðidánartölur og stærð
þorskstofnsins" sem Einar Júlíusson ritar í síðasta tölublað
Ægis veitist hann að skrifum mínunr með eftirfarandi orð-
um:
„I nýlegu hefti (4. tbl. 1992) Útvegsins, tímariti LÍÚ,
skrifar Kristján Þórarinsson fiskifræðingur um túlkun
veiðidánartalna því að „mörgum finnst erfitt að átta sig á
þessum tölum“ ... Ekki er furða þótt leikmönnum finnist
erfitt að átta sig því túlkun Kristjáns er alls ekki rétt.“
Þar senr upphafleg grein mín birtist í fréttabréfi sem
hefur aðra útbreiðslu en Ægir hef ég beðið ritstjóra að
endurbirta grein mína í þessu tölublaði, enda tel ég að
greinin eigi erindi við lesendurÆgis.
Það er nrisskilningur hjá Einari að túlkun nrín sé ekki
rétt. Það rétta er að Einar kýs fremur aðra framsetningu og
notar sömu orð í annarri merkingu en ég gerði í grein
minni. Það sem skiptir máli er ekki það að orðin hafi
„rétta“ merkingu heldur það að nrenn viti í hvaða merk-
ingu orðin eru notuð. Eg vona að orðanotkun mín hafi
ekki villt um fyrir fleirum en Einari. Til þess að fyrirbyggja
frekari misskilning ættu þeir sem eiga það til að ruglast á
stofnhugtökum að strika út orðið stofn úr setningunni sem
byrjar: „Hægt er að umreikna veiðidánartölur yfir í það
hlutfall af stofni eða árgangi sem veitt er á einu ári...“
Eg vek athygli á því að þessi litla grein mín fjallaði ekki
um hvernig reikna eigi út stofnþyngd; ég get tekið undir
sumt af því sem Einar segir um það efni, enda þótt ég taki
almennt ekki undir ályktanir hans.
Einar segir að „samband veiðidánartölu, stofns og afla
[sé] ... eins einfalt og hugsast getur" og gefur upp eftirfar-
andi formúlu:
Fiskveiðidánartala = ársafli/stofnstærð
A grundvelli þessarar formúlu fullyrðir hann svo að það
sé „... ekki snúið að breyta dánartölunni í aflaprósentur
því það þarf aðeins að margfalda með 100.“ Þetta er vissu-
lega rétt, en þá er ekki átt við stofnstærð í upphafi og lok
árs, sem er sú stofnstærð sem íslenskir lesendur eiga að-
gang að í skýrslum Hafró, heldur svokallaða „meðalstofn'
stærð á árinu“, sem er ekki það sama og meðaltalið af
stofnstærðum í upphafi og lok árs. Það er að sjálfsögðu
jafnauðvelt og endranær að margfalda með 100 og fá ut
prósentu. Vandinn er hins vegar sá, að mínu mati, að su
prósenta sem út kemur er flestum torskildari en þær pro-
sentur senr ég reiknaði, birti og útskýrði. Einar fjallar um
prósentur reiknaðar á öðrunr grunni en þær prósentur sem
ég kynnti fyrir mönnum og að sjálfsögðu er reikningsað'
ferðin þá önnur og útkoman einnig.
Þeir sem ekki eru vanir hugtakanotkun Einars ættu að
spreyta sig á því að skilja hvað formúla hans segir þegar
fiskveiðidánartalan verður mjög há, t.d. 1,5. Það sem for-
múlan segir þá er engin vitleysa, síður en svo.
Það er ekki sjálfsagt að nálgun Einars út frá skamni'
tíma líkum á veiði og „meðalstofnstærð“ gefi réttari skihi'
ing þegar fjallað er um mælitölur, þótt sú aðferð sé mjög
eðlileg og bæti við skilning þegar unnið er með líkön-
Menn verða að hafa hugfast að nákvæntni talnanna er ekki
alger. f líkönum eru líkur á því að ákveðinn fiskur veiðist
þær sömu fyrir öll stutt tímabil, svo lengi sem fiskveiði'
dánartalan er óbreytt. En í raunverulegum fiskveiðunr, e11
unr þær snýst málið, eru líkurnar breytilegar frá einum
tíma til annars og breytast með ólíkum hætti yfir árið fynr
misgamla fiska. T.d. veiðast golþorskar aðallega á vetrar-
vertíð en mun síður á öðrum tímum árs (og líkurnar eru
mjög litlar á því tímabili í apríl þegar veiðar á hrygningar'
þorski eru bannaðar að mestu), en ókynþroska fiskur
veiðist gjarnan ágætlega yfir sumarið o.s.frv. Það er þess
vegna ekki nóg að rannsaka líkönin eingöngu ef menu
ætla sér að tala af viti um fiskifræði heldur verða menn
einnig að kynna sér líffræði fiskanna, fiskveiðarnar og eig'
inleika mælinganna og reyna að gera sér grein fyrir þvi a
hvaða hátt líklegt er að raunveruleikinn víki frá einföldum
líkönum. M.a. vegna þessara frávika raunveruleikans ff*1
líkaninu finnst mér eðlilegast að gera reikningsdæmið upp
184 ÆGIR 4. TBL. 1993