Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 30
Tafla 3
Bátar án sérveiða sem skiluðu mesta aflaverömœti 1992
Skipaskrár- númer Heiti skips Einkennis- stafir Magn tonn Verðmæti þús. kr.
i. 1980 Andey SF-222 2.600 251.177
2. 1942 Bliki EA-12 2.438 227.789
3. 1838 Freyja RE-38 2.123 190.871
4. 1872 Skúmur GK-22 1.993 178.168
5. 1039 Gjafar VE-600 1.722 168.306
6. 1019 Sigurborg VE-121 1.683 161.957
7. 1989 Hálfdán í Búð ÍS-19 2.489 161.587
8. 2025 Bylgja VE-75 1.496 132.592
9. 1125 Eldeyjar-Hjalti GK-42 1.490 127.382
10. 1895 Andvari VE-100 1.509 123.292
11. 168 Páll ÁR-401 1.317 121.871
12. 1595 Fr‘gg VE-41 1.641 121.850
Andey SF-222. Ljósm.: Snorri Snorrason.
um. í seinni tíð hefur þessi flokkun
að sjálfsögðu riðlast þar sem út-
gerðarmenn mega kaupa aflaheimild-
ir í þeim tegundum sem þeir telja að
skipin henti best til veiða á.
Tafla 3 sýnir báta sem flokkast
undir báta án sérveiða og mestunt
aflaverðmætum náðu á árinu 1992-
Andey SF-222 var hæst af þessum
skipum með liðlega 251 milljóna
króna afiaverðmæti. Skipstjóri á
Andey var Þór Einarsson. Bliki EA-
12 og Freyja RE-38 koma þar
skammt á eftir með 227 og 190
milljóna króna aflaverðmæti. Þessi
skip, ásamt því skipi sem þarna kem-
ur í fjórða sæti, Skúmi GK-22, eiga
það sammerkt að vera togskip með
svipaðan togkraft og meðalskuttogari
og það gildir um fleiri skip í töflum
3, 4 og 5. Þessi skip vinna aflann að
meira eða minna leyti um borð, að
Freyjunni þó undanskilinni. Frekari
vinnsla aflans um borð er raunar
dæmigert um meiri hluta þeirra báta
sem koma fram í töflum 3, 4 og 5-
Sérveiðabátar
I töflu 4 eru svo þeir tólf sérveiða-
bátar sem mestum aflaverðmætum
skiluðu á land á síðasta ári. Þarna
trónir á toppnum Hópsnesið GK-77
frá Grindavík sem landaði á síðasta
ári afla að verðmæti rúmar 162 millj'
ónir króna. Skipstjóri á Hópsnesi var
Hörður ívarsson. Hópsnesið á það
sammerkt nteð Andey, Blika og Skúm
að vera stórt öflugt togveiðiskip sem
vinnur aflann um borð. Hópsnesið er
með nokkuð afgerandi mest aflaverð-
mæti í þessurn flokki báta. Næstmest-
Hópsnes GK-77. Ljósm.: Snorri Snorrason.
188 ÆGIR 4. TBL. 1993