Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 16
8 Tímarit lögfræðingá skrárgerð, hafa trúað því, að það væri feigðarboði. Og því hafa þeir enga erfðaskrá gert. Breytingar voru gerðar á erfðarétti hjóna með 87. og 88. gr. laga nr. 20/1923, og á erfðarétti mikils hluta óskil- getinna barna eftir föður og föðurfrændur og þeirra eftir þau með 36. gr. laga nr. 46/1921, þar sem gagnkvæmur erfðaréttur er mæltur um sum slík tilvik. En ekki sýnist hér ástæða til að greina þau nánar. II. Gildandi erfðalög. Með lögum nr. 42/1949 voru sett ný fyrirmæli um erfðir í stað hinnar öldnu, nálega tíræðu tilskipunar frá 25. sept. 1850. Höfuðákvæði laga þessara um erfðir skulu hér stutt- lega rakin. A. Frændsemiserfð. Erfðaréttur er enn tengdur við skyldleika milli ins látna og annarra manna. Má sam- kvæmt því skipta erfingjum samkvæmt lögunum í flokka eftir skyldleikanum. 1. 1 fyrsta flokk koma niðjar ins látna. Þeir útiloka alla aðra frændur hans, einnig foreldra, eins og áður var. Sonarsonur útilokar því t. d. foreldra ins látna. Sennilega er hugsunin sú, að inum látna hafi verið það skapi næst, að fé hans færi að honum látnum til barna hans eða niðja þeirra. Sérstaklega mun þessi hugsun fyrrum hafa beinzt að jarðeignum, sem mönnum var almennt hugað um að halda í ættinni. Lengi voru óskilgetin börn óarfgeng eftir föður og föðurfrændur, og þeir eftir þau. Um erfðarétt þessara aðilja er svo mælt í 2. gr. laga nr. 42/1949, að hann komi því að eins til greina a. að maður hafi gengizt við barni, eða búið með móður þess tiltekinn tíma fyrir fæðingu barnsins, b. að hann hafi verið dæmdur faðir, c. eða talinn faðir barns, er honum hefur orðið eiðsfall um faðerni þess, samkvæmt dómi. Það sýnist vera full- vafasamt, að ákveða manni og barni gagnkvæman erfða- rétt, þegar svo stendur á. Þá er í rauninni, að minnsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.