Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 18
10
Tímnrit lögfræðinffa
Þá erfa bræður eða systur afrleifanda eða bróður eða
systurbörn hans. Hér þrýtur erfðir í þessa línu. Nær erfða-
rétturinn því eigi nema til ættingja arfleifanda að fyrsta
og öðrum (arfleifandi og systur eða bróðurbarn hans).
Kjörsystkin arfleifanda eða kjörbarn systkina hans koma
hér víst ekki til greina.
Um arf eftir kjörbörn er mælt í 18. gr. laganna. Niðjar
þeirra erfa þau að sjálfsögðu fyrst, en að þeim frá gengn-
um erfa kjörforeldrar eða að þeim látnum börn þeirra
kjörbarn, en þó ekki hærri upphæð en kjörbarn hafði þegið
að arfi eða gjöf frá kjörforeldrum. Ef kjörbarn hefur
ekkert þegið, þá erfir kjörforeldri eða niðjar þess ekkert
eftir kjörbarn. Það, sem kjörforeldri eða börn þess erfa
ekki, verður arfur ættingja kjörbarns með sama hætti
sem annars er mælt um erfðarétt ættingja. Numið er hér
staðar við börn kjörforeldris. Barnabörn kjörforeldris
tekur því ekki arf eftir kjörbarn. Þann arf eftir kjörbarn,
sem eklci rennur til kjörforeldris eða barna þess, taka ætt-
ingjar kjörbarns með sama hætti sem ættingjar taka eftir
frændur sína. En ef kjörbarn á engan arfgengan ættingja
á lífi, þá taka kjörforeldrar eða börn þeirra — en eigi
firnari niðjar — allan arf eftir það.
3. 1 þriðja erfðaflokk koma afar og ömmur arfleifanda,
6. gr. laganna. Þau standa auðvitað að baki öllum þeim,
sem arfgengir eru í 1. eða 2. flokki (niðjum og „kjörniðj-
um“, foreldrum ins látna. systkinum og börnum þeirra).
Arfur skiptist þá jafnt milli föðurforeldra ins látna og
móðurforeldra. En ef afi eða amma eru annaðhvort eða
bæði látin, þá gengur arfshluti þess eða þeirra til barna
þeirra (föður eða móðursystir arfleifanda). Hér ganga
erfðir einungis til frænda arfleifanda að fyrsta manni og
öðrum. Ef bæði t. d. móðurforeldra eru látin og börn
þeirra, rennur allur arfurinn til föðurforeldra eða barna
þeirra, 6. gr. laganna.
Erfðaflokkana má sýna í töfluformi þannig: