Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 19
Nokkur orS um er/öarctl
11
Arfleifandi
Afar, ömmur
Börn (kjörbörn)
Foreldri
Barnabörn (kjörbarnabörn)
Barnabarnabörn (kjörbbb.)
Eins og sjá má, er frændsemiserfð þrengd mjög frá því,
sem í tilskipun 25. sept. 1850 var mælt. Langafar og lang-
ömmur og þriðja hliðarlína er með öllu felld úr erfðatali.
Og erfðarétti í fyrstu og annarri hliðarlínu lýkur á frænd-
um arfleifanda að fyrsta og öðrum manni. Vafalaust eru
þessar breytingar fullkomlega réttmætar og til mikilla
bóta. Fyrir þær verður verk skiptaráðanda miklu auðveld-
ara en áður var, þar sem stundum skyldi skipta milli fjöl-
margra úterfinga, og fékk þá hver einatt Htilræði, sem
hann munaði lítið eða ekkert um.
B. Hjú$lcaparerfð. Það hjóna, er lengur lifir, erfir nú,
sem áður, fjórðung eigna látins maka síns, ef hann á á lífi
niðja, kjörbarn eða niðja þess. Ef hann á f.jarlægari erf-
ingja (þ. e. erfingja í 2. eða 3. erfðaflokki), þá erfir maki
helming. Ef enginn erfing.ja þessara er til, þá erfir maki
allt, 7. gr. erfðalaganna. Er hér gerð nokkur breyting á
ákvæðum 88. gr. laga nr. 20/1923. Samkvæmt þessari
grein erfði maki helming eigna á móts við foreldra látins
maka síns eða systkin sín, eða niðja þeirra. Afi og amma
látins maka og niðjar systkina foreldra hans komu alls
ekki til greina til arfs á móti maka eftir lögum 1923, en
nú takmarka afar og ömmur og börn þeirra erfðarétt
maka. Maki erfir einungis jafnt við þessa ættingja látins
maka síns. Hins vegar takmarka nú einungis foreldrar og
systrkin látins maka og börn þeirra erfðarétt maka, en
barnabörn systkina hans eða fjarlægari niðjar koma ekki
til greina, og verður kostur makans að því leyti betri en