Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 25
Nokkur orö um crfðurétt
17
vitanlega alls ekki allt af. En þá kemur mannúðarsjónar-
mið nútímamanna til sögunnar: Það er óréttlátt, að barn
sé látið gjalda þess, að það er óskilgetið. Með því að arf-
leifanda mun venjulega þykja það eðlilegast, að niSjar
hans hljóti fé hans framar öðrum ættingjum, þá sýnist
ekki rétt að nema staðar við bamabörn arfleifanda. Vegna
aldurs þess manns, sem á barnabarnsbörn á dauðastund
siivni, er að vísu alls ólíklegt, að hann eigi foreldra á lífi,
on hann getur átt systkin eða börn þeirra á lífi, og sýnist
aiveg fráleitt, að þau, og þá einkum börn systkina arfleif-
: nda, gangi fyrir barnabarnabörnum hans. Mætti nefna
■aunverulegt dæmi þessu til skýringar. Langafi eða lang-
arnma barns mundi víst venjulega telja það eðlilegra, að
arfur eftir þau renni til barnabarnabarns síns en til syst-
kina sinna eða barna þeirra. Þess vegna virðist rangt að
útiloka niðja í þriðja lið frá arfleifanda frá arfi, eins og
ákveðið er í frv.
Um 2. Þegar arfleifandi á enga arfgenga niðja, þá er
eðlilegt frá sjónarmiði almennings og væntanlega venju-
lega samkvæmt vilja. arftakanda, að foreldrar hans taki
arf eftir hann og að þeim frá gengnum systkin hans. En
hitt verður .alls e-\ki almennt sagt, að arfleifandi mundi
hafa kært sig um, að börn systkina sinna fengi fé hans.
Nú mun ósjaldan vera svo farið, að menn vita lítt
um slík börn og hafa alls ekki tekið neinu ástfóstri við
þau. Mætti því sleppa börnum systkina arfleifanda úr
erfðaflokki þessum. En það gerir hvorki frumv. né heldur
erfðalögin nýju.
Alveg óréttmæt virðist meðferð frumv. á kjörbörnum.
Venjulegt er það, að kjörforeldrar meta kjörbörn nokkurn
veginn svo sem þau væru þeirra holdleg börn, og sýnist
því alveg fráleitt, að kjörbörn gangi fyrst til arfs eftir
kjörforeldri á eftir foreldrum þess, jafnhliða systkinum
arfleifanda og börnum þeirra. Erfðaréttur kjörbarna eftir
kjörforeldri, svo sem hann er ákveðinn í 18., sbr. 3. og 6.
gr. erfðalaganna, virðist vera í fullu samræmi við réttar-
vitund almennings og venjulega samkvæmur vilja kjör-
2