Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 27
Nokkur orö um erföarétt
19
maka til erfðaskrárgerðar gildir ekkert sérstakt eftir frv.,
heldur fer það atriði eftir almennu reglunni í 9. gr. frv.
Sjá undir 3. Um það má deila, hvort útiloka skuli foreldra
arfleifanda og systkin frá erfð ásamt maka og jafnvel afa
og ömmur. Stundum mundi slík útilokun verða mjög ósann-
gjörn, en stundum kynni hún að þykja eðlileg. Fer þetta
eftir efnahag hjónanna og eftir því, hvaðan efni ins látna
maka eru runnar. Ef þau eru að öllu eða að mestu runnar
frá ættingjum ins látna maka, þá mundu menn almennt
telja hart að útiloka ina nánustu ættingja hans, foreldra,
systkin og jafnvel afa og ömmur, frá erfðarétti eftir hann,
ef hann átti enga arfgenga niðja (eða „kjörniðja"). En
ef eignir makans eru mestar eða allar runnar frá eftirlif-
andi maka eða ættingjum hans, eða algeru sérstarfi hans,
þá mundi eðlilegt þykja, að hann erfði allar eignir látins
maka síns. En nú mun oft vera svo, að eignir skapast fyrir
samvinnu beggja hjóna, og kann þá að vera allt eins eðli-
legt, að makinn erfi allt. Má því sanngjörn almenn regla
verða torfundin, en líklegt er þó, að nokkra miðlun mætti
á gera, t. d. eitthvað í líkingu við ákvæði 1. málsgr. 18. gr.
erfðalaganna um arf kjörforeldris eftir kjörbarn.
B. 1. Samkyæmt 9. gr. frv. á arfleifandi aldrei að mega
ráðstafa með erfðaskrá meira en 14 eigna sinna. Allir erf-
ingjar, bæði niðjar og foreldrar og foreldrar foreldra arf-
leifanda, „kjörniðjar", systkin foreldra og börn þeirra,
eru þar með gerð að „skylduerfingjum“ að % eignanna.
Sama verður um Tryggingarstofnun ríkisins. sjá undir 4,
ef engir áðurnefndra erfingja eru til. Eftir 20. gr. erfða-
laganna eru einungis niðjar (og líklega kjörniðjar, sbr.
upphaf 18. gr.) og maki „skylduerfingjar", eins og áður
var. Mætti ef til vill réttlæta það, að foreldrar (og ef til
vill afar og ömmur og systkin) skuli vera skylduerfingjar
að einhverju leyti, en alls ekki, að börn systkina skuli vera
það. Mætti hér miðlun á gera, þannig að þessir ættingjar
skyldu allt af eiga rétt til erfðar að einhverju leyti, en
takmarka svo heimild afrleifanda til ráðstöfunar á eign-
um sínum, t. d. veita honum heimild til að ráðstafa helm-