Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 29
Nokkur orfi um cr/Öarétt
21
ingarlaga vegna getnaðar þess, erfir það ekki. Sýnist ekki
ástæða til þess að fella þessa grein niður.
c. 28. gr. Hún endurtekur eldri reglu um erfðaskrárgerð
manns, sem verður snögglega veikur eða lendir í bráðri
hættu. Er ekki skiljanlegt, hvers vegna ákvæði hennar
skuli ekki hafa áfram í lögum.
Á tvö ákvæði frv. virðist mega fallast:
a. Brottfall erfðaréttar systkina foreldra arfleifanda.
b. Að Tryggingarstofnun ríkisins hljóti dánarfé, sem
enginn er erfingi að, eða erfingi vitjar ekki, áður en til-
tekinn frestur er liðinn.
önnur ákvæði frv. virðast óheppileg eða jafnvel ástæðu-
laus. 1 einu atriði sýnist frv. ganga of skammt um breyt-
ingar, úr því að lagðar eru til breytingar á erfðalögunum
á annað borð, það, að erfðaréttur barna systkina arfleif-
anda er látinn haldast. E. A.
Þjófamark (brennimark)
samkvæmt íslenzkum löqum
1 flestum löndum Germana hefur refsingum á lílcama
brotamanna verið beitt fyrir ýmiskonar refsiverð verk
á miðöldum svonefndum, auk dauðarefsingar, sem auðvitað
var allalgeng. Líkamsrefsingar voru fólgnar í limaláti, svo
sem afhöggi handa eða fóta, afskurði nefs eða eyra, geld-
ingu, hýöingum, hárskurði og húðmeiðslum (decalvatio,
brennimarki). Brennimarkið ber nafn sitt af því, að brennt
var mark í húð brotamanns með heitu járni, venjulega á
enni hans, bak eða vanga, og hefur svo örið eftir brunann
jafnan síðan sýnt það, að maðurinn hafði brotið lögin með
tilteknum hætti. Brennimark var nær eingöngu sett á þá,
er sekir höfðu orðið um þjófnað, enda næmi þýfi eigi svo
miklu, að dauðarefsingu varðaði fyrir brot framið fyrsta