Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 31
Þjófamark (brcnnimurk) samkvæmt íslenzkum lögum
23
eða fóstru þeirra, skyldi færður salcaraðilja, sem sekt
hafði þrælinn, og skyldi hann þá höggva hendur og fætur
af þrælnum og láta hann síðan lifa svo lengi sem hann
gæti.1) Forn lög íslenzk leyfðu að gelda göngumenn, og
varðaði eigi við lög, þó að þeir fengju örkuml af eða
bana.2) Hreppssóknarmenn máttu og taka ólöglega göngu-
menn og hýða þá „fullri hýðing“.3) En í þessu tilviki var
þó ekki nauðsynlegt, að göngumaður hefði verið dæmdur
til refsingar fyrir flakk sitt, sem annars varðaði almennt
skóggang,4) svo að athöfn hreppssóknarmanna verður að
telja einskonar sjálfsvörn hreppsfélagsins gagnvart ólög-
legum flökkurum.
Líkamsrefsingar eru annars fyrst heimilaðar hér á landi
með ákvæðum lögbókanna Járnsíðu og Jónsbókar 1281,
eftir fyrirmynd í lögum Norðmanna, eins og þau voru þá
orðin. Auk brennimarksins, sem bráðum verður betur
getið, og hýðinga, eru tvö fyrirmæli, þar sem líkamsrefsing
er beinlínis ákveðin. Þann, sem lagði mann með hnífi,
skyldi valdsmaður færa á þing og keyra þann hníf, sem
hann stakk með, gegnum hönd hans. Sams konar var, ef
maður særði annan mann með skoti, Jónsbók Mannhelgi
14. kap. l‘hinu fyrirmælinu segir, að brjóta skuli fram-
tennur úr höfði þess manns, sem bitið hafði annan mann,
Jónsbók Mannhelgi 15. Annars er á nokkrum stöðum gert
ráð fyrir því í Jónsbók, að líkamsrefsing sé dæmd, en ekki
sagt um það nánara, sbr. Mannhelgi, 16., 17. og 18. kap.
og Þjófab. 21. kap. Hýðing (húðlát) var lögð við þjófnaði,
en leyst gat brotamaður sig undan hýoingu með fégjaldi,
ef hann hafði ekki stolið oftar en tvisvar sinnum eyrisvirði
(6 álnum) eða markarvirði (48 álnum) fyrsta sinni, Jóns-
bók Þjófab. 1. kap. Hýðingar voru lagðar við mörgum
frændsemi- og mægðaspjöllum, hórbrotum og frillulífis-
1) Grágás I a 188, II. 400.
2) Grágús I b 203, II. 151.
3) Grágás I b 179, II. 258.
4) Grágás I a 140, II. 277, sbr. III. 412.