Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 39
Þjófamark (brennimark) samkvæmt íslenzkum lögum 31 sinni, og að ráð er gert fyrir því, að leysa raegi þjófur sig undan marki meS fégjaldi. Árið 1590 er Tómas nokkur Pálsson sakaður um 1) aö hann hafi drukkið brjóst konu sinnar með börnum hennar, og 2) aS hann hafi samþykkt það, að þriðji maður fremdi hórdóm með henni. Nefndi Þórður lögmaður dóm um þetta mál á Býjaskerjaþingi. Fyrra kæruatriðið er dæmt til lög- manns og lögréttu, með því að dómendum þykja landslög ekki Ijós um það. Fyrir hitt brotið er Tómasi dæmd 10 vandarhagga hýðing og „mark af heitu járni milli augn- anna þess vegna, aS hann var kenndur aS órá'övendni“, ef áburðurinn sannaðist.1) Samþykki sökunautar til hórdóms konu sinnar varðaði ekki að lögum brennimerkingu eftir stóradómi, sem nú var kominn í gildi. Ekki sést það, að „óráSvendni“ hafi verið kæruatriði í máli þessu, enda eru ummæli dómsins um þetta atriði mjög losaraleg, en ákvæði dómsins um markiS sýnast þó að lúta að „óráðvendninni", sem aftur gefur stuld í skyn. Vantar þá alveg greinargerð um þann stuld eða þá stuldi, sem samkv. Þjófab. 1. kap. hefði átt að vera stuldur til eyris í annað sinn, til þess að dæma skyldi sökunaut þjófamark. Vera má, að dómendur dæmi hér alveg að álitum (arbitrært), með því að lögbók skeri ekki heldur ljóslega úr. Athugandi er það loks, að markið skyldi setja á enni ins sakaða, en ekki kinn, eins og segir í Þjófab. 1. kap. Má svo vera mælt sökunaut til linkindar, með því að hylja má karlmaður mark á enni með höfuðfati eða hári fremur en á kinn. Árið 1591 dæmir Þórður lögmaður á Heggsstöðum með dómsmönnum sínum Gizur nokkurn Egilsson fyrir eyris stuld eða meira til þriggja marka sektargjalds eða húðláts. Sektargjaldið verður aðalrefsing, en húðlát vararefsing, með samskonar hætti og varðhaldsvist er nú vararefsing, ef sektir gjaldast ekki. Það mun hafa orðið venja, að tvö vandarhögg kæmu fyrir hverja mörk. önnur sök var sú, að sökunautur hefði stolið aftur til eyris. Fyrir það brot 1) Alþb. Isl. II. 197—198.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.