Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 46
38
Timarit lögfræðinga
þrisvar verið brennimerktur, en nú er ekki ákveðið, hvar
markið skuli sett á hann. Og síðan skyldi sökunautur
sendur á Brimarhólm til að ganga þar í járnum og þræla
þar, meðan hann lifði, N. L. 6—17—36.
Um stórþjófnað fór þannig:
1. Fyrsta sinni framinn varðaði hann hýðingu við staur
og brennimerkingu á enni, N. L. 6—17—37.
2. öðru sinni framinn varðaði stórþjófnaður sömu refs-
ingu og smáþjófnaður framinn fjórða sinni, N. L. 6—17
—38.
Nokkrar tegundir þjófnaðar voru taldar sérstaklega
refsiverðar (furturn qualificatum) og þá var refsað svo sem
fyrir stórþjófnað eða enn harðara, jafnvel þótt verðmæti
þýfisins leiddi ekki allt af til þess. Sá, er brotizt hafði úr
járnum og síðan stal, skyldi vera hengdur, N. L. 6—17
—39. Stuldur úr læstri hirzlu í kirkju varðaði dauðarefs-
ingu, en annars sem stórþjófnaður öðru sinni framinn,
N. L. 6—16—4. Þjófnaður framinn með innbroti í læst
hús var almennt talinn stórþjófnaður, og stuldur af skip-
brotsmönnum hefur verið talinn mjög illkynjað þjófnaðar-
brot.
Þegar dæma skyldi þjófnaðarbrot, þá hefur víst venju-
lega oltið á því, hvert það brot var, sem þá skyldi um
dæma. Stórþjófnaður framinn fyrsta sinni hefur ekki
orðið harðara metinn en stórþjófnaður framinn fyrsta
sinni, þótt sökunautur hefði áður verið dæmdur fyrir smá-
þjófnað einu sinni eða tvisvar, en ef hann hefur þrisvar
áður verið dæmdur fyrir smáþjófnað, þá hefur hann sjálf-
sagt fengið hörðustu refsinguna fyrir smáþjófnað, sem
var jafnhörð og refsing fyrir annað sinn framinn stór-
þjófnað. Sá, sem framið hafði stórþjófnað fyrsta sinni,
en verður síðan sekur um smáþjófnað, hefur fengið refs-
ingu fyrir smáþjófnað öðru sinni framinn, hýðingu við
staur og brennimark að líkindum á bakið.
Ekki segir, hvort dómur skyldi hafa gengið um fyrra
brot, áður en ið síðara var framið, til þess að fyrra brotið
hefði ítrekunarverkun á ið síðara. En bráðlega mun svo