Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 46
38 Timarit lögfræðinga þrisvar verið brennimerktur, en nú er ekki ákveðið, hvar markið skuli sett á hann. Og síðan skyldi sökunautur sendur á Brimarhólm til að ganga þar í járnum og þræla þar, meðan hann lifði, N. L. 6—17—36. Um stórþjófnað fór þannig: 1. Fyrsta sinni framinn varðaði hann hýðingu við staur og brennimerkingu á enni, N. L. 6—17—37. 2. öðru sinni framinn varðaði stórþjófnaður sömu refs- ingu og smáþjófnaður framinn fjórða sinni, N. L. 6—17 —38. Nokkrar tegundir þjófnaðar voru taldar sérstaklega refsiverðar (furturn qualificatum) og þá var refsað svo sem fyrir stórþjófnað eða enn harðara, jafnvel þótt verðmæti þýfisins leiddi ekki allt af til þess. Sá, er brotizt hafði úr járnum og síðan stal, skyldi vera hengdur, N. L. 6—17 —39. Stuldur úr læstri hirzlu í kirkju varðaði dauðarefs- ingu, en annars sem stórþjófnaður öðru sinni framinn, N. L. 6—16—4. Þjófnaður framinn með innbroti í læst hús var almennt talinn stórþjófnaður, og stuldur af skip- brotsmönnum hefur verið talinn mjög illkynjað þjófnaðar- brot. Þegar dæma skyldi þjófnaðarbrot, þá hefur víst venju- lega oltið á því, hvert það brot var, sem þá skyldi um dæma. Stórþjófnaður framinn fyrsta sinni hefur ekki orðið harðara metinn en stórþjófnaður framinn fyrsta sinni, þótt sökunautur hefði áður verið dæmdur fyrir smá- þjófnað einu sinni eða tvisvar, en ef hann hefur þrisvar áður verið dæmdur fyrir smáþjófnað, þá hefur hann sjálf- sagt fengið hörðustu refsinguna fyrir smáþjófnað, sem var jafnhörð og refsing fyrir annað sinn framinn stór- þjófnað. Sá, sem framið hafði stórþjófnað fyrsta sinni, en verður síðan sekur um smáþjófnað, hefur fengið refs- ingu fyrir smáþjófnað öðru sinni framinn, hýðingu við staur og brennimark að líkindum á bakið. Ekki segir, hvort dómur skyldi hafa gengið um fyrra brot, áður en ið síðara var framið, til þess að fyrra brotið hefði ítrekunarverkun á ið síðara. En bráðlega mun svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.