Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 52
44
Tímarit lögfræöinya
var samkvæmt því talinn stórþjófnaður.1) Stuldur á ung-
viði,2 3) lömbum. kálfum og folöldum var þar á móti talinn
smáþjófnaður.
Brennimark fyrir smáþjófnað, sem, eins og fyrr var
sagt, einungis kom til greina fyrir það brot fjórða sinni
framið eftir 5. gr. tilsk. 20. febr. 1789, hef ég ekki fundið
dæmt eftir 1786. Brennimarks fyrir stórþjófnað, sem
dæma átti fyrir það brot öðru sinni framið, er ekki heldur
getið í alþingisbókum. 1 dómum landsyfirréttar er brenni-
mark aftur á móti nokkrum sinnum dæmt fyrir ítrekaðan
stórþjófnað. Árið 1814 er maður dæmdur til hýðingar við
staur, til brennimarks á enni og til ævilangrar refsivinnu
í Kaupmannahöfn. Hafði hann fyrra sinnið, 1813, verið
dæmdur fyrir hestþjófnað til hýðingar við staur og ævi-
langrar refsivinnu, en þá hefur hann verið í geymslu hjá
sýslumanni, hvernig sem sú geymsla hefur verið, og slepp-
ur. Þá handsamar hann sauð úr fé sýslumanns og sker
hann í einni hjáleigu sýslumannssetursins. Síðan stelur
hann á með lambi frá sýslumanni og fer með á sama hátt.
Yfirsakamáladómurinn telur manninn hafa framið stór-
þjófnað síðara sinnið, því að hann dæmir beint eftir 5. gr.
tilskipunar 20. febr. 1789. til brennimerkingar, þó að hann
telji N. L. 6—17—39 líka geta átt við, þar sem sökunautur
hafi stolið eftir að hann slapp úr fangelsi.s)
Árið 1814 var maður nokkur dæmdur fyrir hestþjófnað
til hýðingar við staur og ævilangrar refsivinnu í Kaup-
mannahöfn. Eftir dóminn brýzt hann úr varðhaldi og stal
þá einnig hesti. Fyrir það brot er hann dæmdur til sömu
refsingar að viðbættu brennimarki á enni samkvæmt 5.
gr. tilskipunar 20. febr. 1789 sbr. 4. gr.4)
Árið 1813 var þjófur einn úr Húnavatnsþingi (Isleifur
Jóhannesson) dæmdur fyrir hestþjófnað til hýðingar við
1) Landsyfirréttard. 1802—1873 I. 92, 95, 463, 466.
2) Sama st. I. 227, 304, 474.
3) Landyrd. 1802—1873 X. 416, 448.
4) Sama st. II. 20.