Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 63
MálameÖferö i hæstarétti
65
stjórnandi hennar veldur í drættinum, hlýtur að fara eftir
reglunni um þjónsábyrgð, enda kemur sönnunarregla 1.
málsgr. 34. gr. bifrl. hér ekki til greina. Ef stjórnandi er
jafnframt eigandi, þá ber hann ábyrgð á tjóni, sem hann
vinnur, samkvæmt almennu skaðabótareglunni.
E. A.
Málameðferð í hæstarétti
Dómendur hæstaréttar hafa sent hæstaréttarlögmönn-
um svolátandi bréf:
„Árið 1951, miðvikudaginn 24. janúar, komu dómendur
Hæstaréttar saman í dómhúsinu við Lindargötu. Sam-
þykkt var að senda hæstaréttarlögmönnum svolátandi
bréf:
„Frá því 1. október 1950 og til miðs janúar 1951 hefur
meðferð alfs 16 mála, bæði einkamála og opinberra mála,
tafizt fyrir Hæstarétti, þar sem Hæstiréttur hefur orðið
að fresta munnlegum flutningi mála, er ákveðinn hafði
verið flutningur þeirra, stöðva flutning mála, áður en
honum var lokið, eða fresta uppsögu dóms í málum vegna
þess, að öflun gagna var svo ábótavant, að ekki var viðhlít-
andi að leggja dóm á þau án frekari gagnasöfnunar, ef um
einkamál var að tefla, eða rækilegrar rannsóknar, er á-
kæruvaldið átti aðild.
En á þeim tíma, er meðferð þessara 16 mála tafðist
fyrir Hæstarétti, voru þar tekin til flutnings alls 54 mál.
Það má ljóst vera, að störf Hæstaréttar vaxa úr hófi
fram og allri afgreiðslu mála seinkar þar mjög, ef Hæsti-
réttur verður að segja að töluverðu leyti fyrir um gagna-
8öfnun einkamála, sem er hlutverk málflytjenda og lög
gera ráð fyrir, að lokið sé að jafnaði, áður en héraðsdóm-
ur gengur.