Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 64
56
Timarit lögfræðinga
Sama er að segja um töf ojnnberra mála í Hæstarétti
vegna ófullnægjandi rannsóknar þeirra, enda er það hlut-
verk ákæruvalds, þar á meðal sækjanda í Hæstarétti, að
hlutast til um rækilega rannsókn þeirra mála. Sækjanda
opinbers máls er þvi rétt og skylt a5 annast um framhalds-
rannsókn opinbers máls af sjálfsdáðum og í samráði við
dómsmálaráðuneytið, ef slíkrar rannsóknar er þörf, áður
en mál er tekið til meðferðar í Hæstarétti.
1 því skyni að ráða bót á þeirri tilhögun, sem nú er, er
því beint til málflytjenda fyrir Hæstarétti, að þeir undir-
riti yfirlýsingu samhljóða þeirri, sem hér fylgir, um leið
og þeir afhenda Hæstarétti ágrip málsskjala í þeim mál-
um, sem þeir hyggjast flytja þar eða eru skipaðir til að
flytja þar.
Þess er vænzt að málflytjendur vandi til ágripsgerðar
og raði skjölum á þann hátt, er hagkvæmast má telja,
setji svör vitna í beinu framhaldi vitnaspurninga, eftir því
sem unnt er, og setji ódagsett skjöl þar, sem ætla má að
þau eigi heima. Nauðsynlegt er, að ágrip séu vel læsileg.
Þess er óskað, að samin sé og send Hæstarétti ásamt ágripi
skrá um aðiljaskýrslur, vitni, vottorð og einkennistölur
héraðsdómsskjala, sem í ágripi eru, þar sem vísað sé til
blaðsíðutals í ágripi. Sleppa má skrá þessari, ef um lítil
ágrip er að ræða.
Gizur Bergsteinsson Þórður Eyjólfsson Jón Ásbjömsson
Ólafur Lárusson Árni Tryggvason.“'1)
Yfirlýsing sú, er hæstaréttarlögmenn skulu undirrita
og láta fylgja ágripi málsskjala hljóðar svo:
„Hér með er Hæstarétti sent ágrip málsskjala í hæsta-
réttarmálinu nr........................................
Jafnframt er því lýst, að við höfum aflað allra þeirra
gagna, sem við teljum unnt að fá málinu til skýringar."
Bréf þetta á fyrst og fremst erindi til allra hæstarétt-
arlögmenna. Að því leyti má ef til vill telja nauðsynjalaust
i) Letri breytt hér.