Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 68
co
Timarit lögfræðinga
um hæstaréttar ofangreindum og góð þarf samvinna þeirra
við dóminn að verða, enda geri ég ráð fyrir því, að lög-
mönnum verði þörf leiðbeininga dómenda og nokkurs um-
burðarlyndis, einkum fyrst um sinn.
b) Væntanlega meta dómendur nokkurs aukið starf og
aukna ábyrgð sakflutningsmanna, einkum sækjanda, er
in nýja skipun leggur þeim á herðar.
Einatt hefur mikið þótt á það skorta, að aflað væri
nauðsynlegra gagna í héraði, áður en dómur væri þar á
mál lagður. Hefur reyndin þá orðið sú, að mál hefur verið
flutt (sótt og varið) til þrautar og deilt um staðreyndir,
sem átt hefði að ganga úr skugga um, áður en mál væri
flutt í hæstarétti. Hart hefur þótt að ómerkja héraðsdóm
eða ef til vill sýkna eða dæma áfall vegna gagnaskorts, og
hefur máli því ósjaldan verið frestað og aðilja veittur
kostur á að afla nýrra gagna, eftir analogíu 120. gr. laga
nr. 85/1936. En þetta veldur því, að sama málið verður
tvisvar flutt, til tafar og verkauka dómendum. Þykir þeim
þetta að vonum óhæfilegt og víkja því að því í bréfinu.
Lærdómur sá, er leiða má af ummælum bréfsins, er sá.
1) Að allir þeir, sem flytja mál í héraði, gæti þess vel
aö afla allra nauðsynlegra og fáanlegra gagna, áður en
mál sé tekið þar til clóms og
2) Að hæstaréttarlögmenn athugi vel, hvort gagna þurfi
enn að afla og fram-kvæmi, ,e/ því er að skipta, þá gagna-
söfnun, áður en mál verði lagt fyrir hæstarétt.
E. A.