Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 70
G2 Timarit lögfræöinga búi S. 41/2 mánuði eftir að kaupmálinn var gerður og ekki var sannað, að hann hafi átt fé það, er notað var til að greiða lýstar kröfur við fyrri gjaldþrotameðferðina, var ekki tekið tillit til þeirrar staðhæfingar S. að hann hefði átt fyrir skuldum, er kaupmálinn var gerður. Kaupmálan- um því riftað samkv. ákv. 27. gr. gjaldþrotask.l. (Dómur B.þ. R. 12/5 1950). b) FJÁRMUNARÉTTUR. ÁbyrgS á hlut. — Lausafjárkawp. Eitt sinn kom G. inn í verzlun N. Fékk hann þar léðan heim með sér fatnað til að reyna, hvoi-t hann hæfði honum. Fötin hæfðu ekki G. og tjáði hann N. það, en svo virðist sem samkomulag hafi orðið um það, að ósk G., að bjóða bróður G. fötin, ef þau hæfðu honum. Fötunum var síðan komið til manns þessa og voru þau þar nokkurn tíma, en ekki var greitt verð þeirra. Eldur kom síðan upp í íbúð manns þessa og brunnu fötin. N. heimti fataverðið af G. G. taldi, að fötin hefðu ekki verið í sinni ábyrgð, þar sem þau hefðu verið í annars manns vörzlu með sam- þykki N. Talið að fötin hefðu verið í ábyrgð G. samkv. ákvæðum 60. gr. laga nr. 39 frá 1922 um lausafjárkaup og honum því gert að greiða verð þeirra. (Dómur B.þ. R. 20/2 1950). Fasteignasala. — Söluþúknun. — Endurheimta fjár. P., sem er löggiltur fasteignasali, hafði fasteignina N. til sölu og auglýsti hana. K., sem átti fasteignina B., var einn þeirra, sem hug höfðu á að fá N. keypta. Samningar tókust á þeim grundvelli, að K. keypti N., en B. gekk upp í hluta kaupverðsins. P. ritaði afsöl fyrir báðum eignun- um. P. krafði K. um full sölulaun vegna sölu B. og greiddi K. þao fé án athugasemda. K. krafði síðan P. um endurgreiðslu fjár þessa. P. var sýknaður, þar sem ljóst var talið, að P. ætti rétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.