Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 70
G2
Timarit lögfræöinga
búi S. 41/2 mánuði eftir að kaupmálinn var gerður og ekki
var sannað, að hann hafi átt fé það, er notað var til að
greiða lýstar kröfur við fyrri gjaldþrotameðferðina, var
ekki tekið tillit til þeirrar staðhæfingar S. að hann hefði
átt fyrir skuldum, er kaupmálinn var gerður. Kaupmálan-
um því riftað samkv. ákv. 27. gr. gjaldþrotask.l.
(Dómur B.þ. R. 12/5 1950).
b) FJÁRMUNARÉTTUR.
ÁbyrgS á hlut. — Lausafjárkawp.
Eitt sinn kom G. inn í verzlun N. Fékk hann þar léðan
heim með sér fatnað til að reyna, hvoi-t hann hæfði honum.
Fötin hæfðu ekki G. og tjáði hann N. það, en svo virðist
sem samkomulag hafi orðið um það, að ósk G., að bjóða
bróður G. fötin, ef þau hæfðu honum. Fötunum var síðan
komið til manns þessa og voru þau þar nokkurn tíma, en
ekki var greitt verð þeirra. Eldur kom síðan upp í íbúð
manns þessa og brunnu fötin.
N. heimti fataverðið af G.
G. taldi, að fötin hefðu ekki verið í sinni ábyrgð, þar
sem þau hefðu verið í annars manns vörzlu með sam-
þykki N.
Talið að fötin hefðu verið í ábyrgð G. samkv. ákvæðum
60. gr. laga nr. 39 frá 1922 um lausafjárkaup og honum
því gert að greiða verð þeirra.
(Dómur B.þ. R. 20/2 1950).
Fasteignasala. — Söluþúknun. — Endurheimta fjár.
P., sem er löggiltur fasteignasali, hafði fasteignina N.
til sölu og auglýsti hana. K., sem átti fasteignina B., var
einn þeirra, sem hug höfðu á að fá N. keypta. Samningar
tókust á þeim grundvelli, að K. keypti N., en B. gekk upp
í hluta kaupverðsins. P. ritaði afsöl fyrir báðum eignun-
um. P. krafði K. um full sölulaun vegna sölu B. og greiddi
K. þao fé án athugasemda.
K. krafði síðan P. um endurgreiðslu fjár þessa.
P. var sýknaður, þar sem ljóst var talið, að P. ætti rétt