Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 72
64
Timarit lögfræðinga.
Fyrning. — V erzlunarskuld.
Á árinu 1944 bað G. húsgagnasmiðinn H. að smíða fyrir
sig stofuskáp. Skápurinn var síðan smíðaður og tók G. við
honum í desembermánuði 1944, að því er hann telur, en í
apríl 1945 að því er H. telur. H. krafði G. um greiðslu
skápverðsins um haustið 1945. Kveðst G. þá hafa greitt
skápverðið, en H. segir, að ekki hafi orðið af greiðslu.
Með stefnu útgefinni 8. nóv. 1949, höfðaði H. mál gegn
G. til heimtu skápverðsins. Taldi hann, að hér væri um
verzlunarskuld að ræða, sem hefði ekki fallið í gjalddaga
fyrr en 1. jan. 1946 og væri skuldin því ekki fyrnd.
G. bar fyrir sig fyrningu.
Skuld þessi var í síðasta lagi stofnuð í aprílmánuði 1945.
Talið, að hér væri ekki um verzlunarskuld að ræða samkv.
2. málsl. 1. mgr. laga nr. 14 frá 1905. Skuldin hefði því
fallið í gjalddaga, ekki síðar en 1. maí 1945, enda krafði H.
um greiðslu um haustið 1945. Samkv. þessu var skuldin
talin fyrnd.
(Dómur B.þ. R. 20/2 1950).
Fyrning. — Víxill.
Á árinu 1944 smíðaði B. hús á bifreið fyrir G. Þann 21.
nóv. s. á. greiddi G. nokkurn hluta smíðaverðsins og þann
15. des. s. á. samþykkti hann víxil með gjalddaga 15. marz
1945 sem greiðslu nokkurs hluta verðsins. Eftirstöðvar
verðsins greiddi hann síðan næsta dag. Umræddur víxill
var ekki greiddur á gjalddaga. Með stefnu útgefinni 15.
febrúar 1949 höfðaði B. mál á hendur G. til heimtu eftir-
stöðva smíðaverðsins, sem nam fyrrgreindri víxilfjárhæð.
G. taldi kröfuna fyrnda, þar sem skiptum þeirra aðilj-
anna hefði verið lokið 16. des. 1944.
Talið að fyrningarfresturinn skyldi teljast frá gjald-
daga víxilsins og G. því gert að greiða.
(Dómur B.þ. R. 28/2 1950).
Ábyrgð á greiöslu skuldabréfs. — Óskrásett hlutafélag.
Þann 10. febr. 1949 keypti hlutafélagið U. eignir nokkrar