Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 75
Frá dómstólum
67
enginn vélfróður maður var við afhendinguna af S. hálfu.
Enginn teljandi rekstur var á hraðfrystihúsinu fyrr en í
febrúarmánuði 1948, en þá komu strax fram gallar á vél-
unum og var það þá fljótlega tilkynnt J. Talið var, að eins
og á stóð, hefði verið kvartað um gallana hæfilega snemma.
J. var því dæmdur til að lagfæra k-vélarnar og tengja þær
við frystikerfið, að viðlögðum 150 króna dagsektum frá
lokum aðfararfrests í málinu að telja.
Talið, að S. hefði mátt treysta því við samningsgjörðina
30/1 1948, að k-vélarnar væru í lagi og var því J. með
hliðsjón af ákvæðum 35. gr. 1. nr. 7 frá 1936 dæmt að
greiða skaðabætur, að fjárhæð kr. 120.000,00.
(Dómur S-. & V-. dóms R. 3/7 1950).
Skaðabætur utan samninga. — 31+. og 35. gr. bifrl.
Um haustið 1946 lánaði K. syni sínum G., 19 ára að aldri,
bifreið, er hann átti, og skyldi G. ekki gjalda fé fyrir af-
notin. G. dvaldist þá á skóla einum í sveit og notaði bif-
reiðina til smáferðalaga og til að heimsækja föður sinn
um helgar.
Kvöld eitt um haustið lánaði G. skólabróður sínum Ó.
bifreiðina. Skyldi Ó. hafa bifreiðina skamma stund og
ekki greiða fé fyrir afnotin. Ó. ók bifreiðinni nokkuð og
bauð með sér farþegum, þar á meðal E. Á leiðinni neytti
Ó. áfengis, er hann hafði meðferðis, og bauð farþegum,
sem neyttu þess eitthvað. Er Ó. hafði ekið nokkra stund,
ók hann útaf veginum. Meiddust farþegar, þar á meðal E.,
og bifreiðin skemmdist.
E. krafði þá K., G. og Ó. um bætur.
K. og G. kröfðust sýknu. Byggðu þeir kröfur sínar í
fyrsta lagi á því, að K. hefði lánað G. bifreiðina án endur-
gjalds og G. hefði síðan lánað Ó. hana með sömu skilmál-
um. Þá hefði E. ekki greitt fyrir flutning sinn og geti því
ekki krafið þá feðga um bætur samkv. ákvæðum 34. gr.
bifrl. nr. 23. frá 1941. 1 öðru lagi töldu þeir K. og G., að
sýkna bæri þá af þeim sökum, að Ó. hefði haft umráð bif-
reiðarinnar í umrætt sinn, en ekki G. eða K.