Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 76
68
Tímarit lögfræSinga
1 þriðja lagi töldu þeir, að E. hefði fyrrt sig öllum rétti
til bóta, með því að fara ferð þessa með ó. eftir að hann
hafði neytt afengis, og enda neytt þess með honum.
Talið var, að þar sem E. hefði ekki átt að greiða fyrir
flutning sinn, fari um skaðabótaskyldu vegna tjóns hans
eftir almennum skaðabótareglum, en ekki sérreglum bif-
reiðalaganna, sbr. ákvæði 34. gr. bifrl. Hinsvegar leiði af
ákvæðum 35. gr. bifrl., að eigandi (umráðamaður) bif-
reiðar sé bótaskyldur, þótt bótaábyrgðin sé byggð á al-
mennum skaðabótareglum, en ekki sérreglum 34. gr. bifrl.
Það hafi engin áhrif í þessu sambandi, þótt G. og 0. hafi
ekki átt að greiða fyrir not sín af bifreiðinni. Talið var,
að þótt Ó. hefði haft bifreiðina lánaða skamma stund, hefði
hann ekki verið umráðamaður hennar í merkingu 35. gr.
bifrl. Samband þeirra feðga K. og G. var einnig talið slíkt,
að G. yrði ekki talinn umráðamaður bifreiðarinnar, enda
átti hann að hafa hana aðeins skamma hríð. Var G. því
sýknaður, en K. og Ó. taldir bótaskyldir.
E. var hinsvegar metið það til gáleysis að hafa tekið
þátt í ferð þessari, eftir að honum var Ijóst, að Ó. hafði
neytt áfengis og tillit til þess tekið við ákvörðun bóta.
(Dómur B.þ. R. 25/1 1950).
SkaSabætur utan samninga. — ÁbyrgS á verki.
Á árinu 1944 tók G., sem er trésmíðameistari að iðn, að
sér að reisa hús fyrir E. G. ritaði á teikningu hússins, sem
trésmíðameistari og fékk Þ., sem er múrsmíðameistari að
iðn, til að rita á teikninguna, sem múrsmíðameistari þess.
Húsið var síðan byggt og hafði G. á hendi greiðslur allar.
Þ. vann mjög lítið að byggingunni, og að múrsmíði þess
unnu aðallega óiðnlærðir menn. Þ. reiknaði sér ekki sér-
stakt gjald fyrir umsjón sína. Er hússmíðinni var lokið,
komu í Ijós verulegir gallar á húsinu, bæði á trésmíði og
múrsmíði.
í máli, sem G. höfðaði gegn E., til heimtu eftirstöðva
byggingarkostnaðarins, höfðaði E. gagnsök og krafði G.
um bætur vegna galla á húsinu.