Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 79
Frá dómstólum
71
þessum, og gat R. því ekki byggt sýknukröfu sína á ákvæð-
um í fylgibréfi, enda þótt í venjulegum fylgibréfum R.
væri ákvæði um, að hann undanskildi sig ábyrgð sem
þessari.
Talið sannað, að varan hefði skemmzt i skipinu, enda
hafði afgreiðslumaður R. í fermingarhöfn vottað, að hún
hefði verið óskemmd, er hún var flutt í skipið. Þá var
ekki sannað, að skipið hefði orðið fyrir nokkrum sérstök-
um áföllum í þessari ferð. R. talið skylt að bæta tjónið og
S. veittur sjóveðréttur í H. til tryggingar kröfum þessum.
(Dómur S. & V.-dóms R. 17/11 1950).
Tjón við björgunartilraun.
1 febrúarmánuði 1949 kom mikill leki á v/b N., þar sem
hann var að veiðum út af Garðskaga í vondu veðri. Skip-
stjóri bátsins bað um hjálp. Meðal annars átti hann firðtal
við skipstjórann á m/b V., sem lá við bryggju í Keflavík,
og bað hann um aðstoð. Féllst skipstjórinn á m/b V. á að
veita hjálp, og lagði af stað með skip sitt. Er m/b V. var
rétt kominn ýt fyrir hafnargarðinn, bilaði vél bátsins, rak
hann upp í hafnargarðinn og brotnaði í spón. Mannbjörg
varð. V/b N. var bjargað af öðru skipi. Eig. m/b V. kröfðu
eig. m/b N. um bætur vegna tjóns þess, er þeir hefðu beðið
vegna þessa.
Næsta orsök tjóns þessa var talin bilun vélar m/b V.,
en á því geti eig. m/b N. enga ábyrgð borið, enda mátti
skipstjórinn á m/b N. ekki gera ráð fyrir slíkum afleið-
ingum hjálparbeiðnarinnar. Ekkert slíkt samband er því
á milli eig. og forsvarsmanna m/b N. og tjóns þess, er eig.
m/b V. urðu fyrir, að bótaábyrgð verði lögð á eig m/b N.
(Sjó- og verzlunardómur Reykjavíkur 24/5 1950).
Félagsútgerð. — Skipsleiga.
Nokkrir menn tóku á leigu skip og gerðu það út á fiski-
veiðar. Matvæli til skipsins voru tekin út í verzlun H. Þ.
án þess að greitt væri fyrir þau þegar.