Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 81
Nítjánda Jjing norrænna lagamanna
73
bæjarsjóðs S. Var málum þessum skotið til Ríkisskatta-
nefndar, sem taldi, að skipta bæri útsvarinu þannig, að
fyrst bæri bæjarsjóði R. 1/3 hluta þess, en eftirstöðvunum
skyldi síðan skipta milli R. og S. í hlutfalli við atvinnu-
tekjur B. á hvorum stað. Bæjarsjóður S. vildi ekki una
þessu og taldi, að ekki væri rétt skipt samkvæmt ákvæðum
2. tl. 9. gr. og 10. gr. útsvarslaganna nr. 66 frá 1945, sem
þá giltu um þetta atriði.
Talið var, að skilyrði til skiptingar útsvarsins samkv.
ákvæðum 2. tl. 9. gr. útsvarslaganna væri fyrir hendi, og
að samkvæmt ákvæðum 1. tl. 10. gr. bæri að skipta út-
svarinu í hlutfalli við tekjur gjaldþegns á hvorum stað,
þó þannig að heimilissveit bæri ekki minna úr býtum en
1/3 hluta þess.
(Dómur B.þ. R. 16/9 1950).
Benedikt Sigurjónsson.
Nítjánda þing norrænna lagamanna
í Stokkhólmi 1951
Stjórn hinnar sænsku deildar norrænna lagamanna
býður dönskum, finnskum, íslenzkum, norskum og sænsk-
um lögfræðingum til þátttöku í 19. þingi norrænna laga-
manna, sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 23.—25.
ágúst 1951.
Eftirtalin málefni verða rædd á þinginu:
FIMMTUDAGINN 23. ÁGUST 1951.
Á sameiginlegum fundi: Fébætur og vdtrygging.
Aðalframsögumaður: Prófessor Ivar Strahl, Svíþjóð.