Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 14
Sjálfur var óg lærisveinn hans og síðar höfðum við all- milcil samskipti. I5g var frá upphafi hrifinn af fjölþætt- um gáfum hans, starfsþrótti, áhuga og afköstum, og því lengur, sem leið hlýrra til mannsins sjálfs. 1 bókinni Játningar, scm út kom hér í Rcykjavík 1948 ritaði Dr. Einar grein, er hann nefndi ,,Lífsskoðun“. ör- fá dæmi úr þcssari grein set ég hér. Þau varpa nokkru ljósi á manninn, tök lians á viðfangsefni og stíl. „Sá, er lýsa vill lífsskoðun sinni eða annarra, getur naumast hjá því komizt að gera nokkra grein fyrir því, við hvað hann á með orðinu lífsskoðun. Hann verður að marka sér umræðucfnið, svo sem hann hyggur rétt vera, enda má verða, að aðrir menn leggi annan skilning í orðið en hann. Er ekki um það að sakast. Aðalatriðið er, að höfundur viti glöggt, um hvað hann ætlar að rita eða ræða, og að aðrir fari ekki heldur villir um það. Má girða fyrir margan misskilning, ef svo verður gengið frá skil- greiningu livers verkefnis, að bæði höfundur og þeir, er hann heyra eða lesa, viti það fyrir víst, um hvað sé ritað eða rætt. Lífsskoðun er, cins og orðið gefur í skyn, skoðun á lífi. Nú cr líf í víðtækustu merkingu líldega sá eiginleiki frumu, að hún getur af sér aðra frumu, þróunar, æxlunar cða fjölgunaimöguleiki, og hugmyndir manna um líf í svo víðtækri merkingu mætti kalla lífsskoðun. Og með sama hætti mætti kalla hugmyndir manns um líf allra lifandi vera lífsskoðun, bæði um upphaf þeiri'a, lífsstörf og endi. En eigi er orðið hér heldur haft í svo víðtækri merkingu, hcldur er það einungis látið taka yfir skoðun á lífi þess flokks lifandi vera, er kallaður er menn. Og verður hér þó enn að setja takmörk. Það, er varðar gerð og viðhald líkams (líffærafræði, lífeðlisfræði, heilsufræði o. s. frv.), sem lífið er fyrir vorum sjónum bundið við, verður hér utan marka. Eftir verður þá sá þáttur lífs manna, er kalla mætti andlegt líf þeirra (skynjan, tilfinningar, vilji). En hér verður enn að setja mörk. Sálfræði og rök- 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.