Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 49
Úr skýrslum barnaverndarnefndar
Reykjavíkur árin 1951, 1952 og 1953.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að mjög hafa
vaxið hin síðari ár, vandamál um aðbúð og hátterni barna,
einkum hér í Reykjavík og nágrenni. Ástæður eru marg-
ar en einna mestu mun þó ráða, að margir foreldrar bregð-
ast skyldum sínum gagnvart börnunum. Oft er þó sök
þeirra ekki eins mikil og ætla mætti. Lélegt húsnæði, skort-
ur á aðstoð við heimilisstörf og barnagæzlu, lítið athvarf
barna úti við annað en gatan, illt upplag sumra barna,
vondur félagsskapur, ráðleysi og lausung í borgarlífinu,
þróttleysi hinnar nýju borgarmenningar o. fl. o. fl.
Allt þetta mál er mjög erfitt viðfangs, og sjálfsagt eru
nokkuð skiptar skoðanir um leiðir til úrbóta. Áður en af-
staða er tekin, er nauðsynlegt, hér sem jafnan, að menn
geri sér grein fyrir þvví ástandi, sem er.
Skýrslur þær, sem hér birtast, eru væntanlega nokkuð
öruggur grundvöllur, til þess að fengin verði sæmilega rétt
mynd af því sem er. Þær eru því birtar hér, enda hljóta
þessi mál að skipta lögfræðinga máli, jafnvel öðrum stétt-
um fremur, einkum þó sú hliðin, sem blasir við, þegar
börn eða foreldrar hafa gerzt brotleg. Ritstj.
ÁRIÐ 195 1.............
II.
EFTIRLIT MEÐ HEIMILUM.
Árið 1951 hefur nefndin haft eftirlit með 97 heimilum,
sem börn dvöldust á, hér í Reykjavík. Sum þessara heim-
ila hafa verið undir eftirliti nefndarinnar árum saman
vegna alls konar óreglu, vanhirðu, fátæktar og vandræða.
43