Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 42
óskoraður til kaupandans og skiptum seljanda og kaup- anda er þar með lokið. Þá er að athuga, hvernig fari, ef vanefndir verða af hendi kaupanda. Algengasta vanefndin hlýtur að vera sú, að kaupandi standi ekki í skilum um greiðslu kaupverðsins eins og umsamið hafði verið. f samningum um sölu hluta með eignarréttarfyrirvara mun svo til ætíð vera tekið fram að verði vanskil <á greiðslu söluverðsins, þá geti selj- andi tekið hhitinn til sín aftur. Ef seljandi hyggst taka hlutinn til sín vegna vanskila kaupanda, þá er ljóst, að hann má ekici taka hann sjálfur, slíkt mundi vera talið gertæki. Hann verður að smia sér til dómstólanna og fá sig settan inn í umráð hlutarins með beinni fógetagjörð. Til þess að leyfður yrði framgangur slíkrar gjörðar þyrftu vanskilin að vera veruleg. Þannig hefur verið tal- ið, að átta daga vanskil væru ekki það veruleg, að þau heim- iluðu töku frá kaupanda, en full greiðsla var boðin fram við fógtagjörðina.1) Ivrafa seljandans verður sjálf að vera í fullu gildi. Virð- ist ástæða til, að synja um tökuna, ef fjárkrafan sjálf er fyrnd og setja eignarréttarhafann að því leyti jafnt og ef hann ætti sjálfsvörzluveðrétt í hlutnum. Ekki virðist það skipta hér máli, hve mikill hluti verðs er ógreiddur, en margt mælir þó með því að synja um innsetninguna, ef mjög óverulegur hluti er ógreiddur, þar sem slíkt gæti verið ranglátt gagnvart kaupandanum og óeðlileg fjár- munaeyðsla. Óvíst er þó, að dómstólarnir treystist til að fara inn á þá braut meðan engin lagaákvæði finnast um þetta efni. Telja verður, að það sé einungis hinn seldi hlutur, sem seljandinn gæti fengið sig settan inn í umráð yfir, en ekki aðrir, þannig ekki náttúrlegur arður af hinum selda hlut. Ef hlutnum hefur verið breytt verulega af kaupanda eða hann tengdur öðrum eignum hans, þannig að hann verði 1) Hrd. IV. bls. 2G9. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.