Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 20
í þeim fræðum en Ólaf Lárusson. Grundvölluð þekking,
rökvísi og skýr framsetning hefur ætíð einkennt kennslu
hans. Hinir sömu eiginleikar lýsa sér í því, sem Ólafur
hefur ritað um lögfræði.
Er raunar rangt að takmarka þá lýsingu við lögfræðina
eina, því að Ólafur Lárusson hefur skrifað um mörg fleiri
efni, einkum um íslenzka sögu og staðfræði, og gætir
þessara góðu kosta hvarvetna í ritum hans.
Sá fróðleikur, sem Ólafur hefur miðlað öðrum með
kennslu sinni og ritverkum, er að vísu mikils virði. Mann-
kostir hans eru þó ekki síður hugstæðir þeim, er honum
hafa kynnzt og þá ekki sízt nemendum hans. Ólafur Lár-
usson hefur ekki aflað sér vinfengis með því að hlæja við
mönnum að óreyndu, en nemendur hans verða fljótt var-
ir hinnar miklu umhyggju hans og góðvildar í þeirra garð.
Vinsældir hans meðal stúdenta eru því miklar og rótgrón-
ar, sem meðal annars má sjá af því, hve oft þeir hafa
leitað til hans, er þeir þurftu að fá einhvern til að koma
fram á hátíðum eða við önnur vegleg tækifæri.
Ólafur Lárusson hefur notið þeirrar gæfu að geta gefið
sig allan að hugðarefnum sínum. Hann komst ungur í þá
stöðu, þar sem hann undi sér vel og þeir, er starfs hans
nutu, töldu engan honum hæfari til að leysa það af hendi.
Hann átti frábæra konu, sem bjó honum óvenju vistlegt
heimili og innan veggja þess og í salarkynnum háskólans
hefur Ólafur unnið meginhluta lífsverks síns. Hretviðri
stjórnmálabaráttunnar hefur hann forðast og að mestu
látið aðrar deilur þjóðlífsins afskiptalausar. Um tvennt
hefur hann þó verið flestum öðrum betur á verði: Sjálf-
stæði þjóðarinnar og sæmd háskólans.
Ætla hefði mátt, að lilédrægni Ólafs Lárussonar hefði
orðið til þess, að hann væri lítt þekktur og metinn utan
fámenns hóps nemenda og kunningja. En orðstír Ólafs
nær miklu lengra, því að fáir menn eru betur þekktir eða
meira metnir með þjóðinni en hann. Alþjóð er það löngu
kunnugt, að réttsýnni maður en hann og grandvarari er
14