Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 68
sörger" (1950) og: Robert Meinich: „Bör erstatnings-
reglene i de nordiske billover ensrettes og i tilfelle hvor-
ledes“ (1952).
Sjóréttur:
Af bók J. Janzens: „Godsbefordring til sjös“ kom 2.
útg. 1952 frá hendi Nils Dybvad. Hér er um alþekkt verk
að ræða, nauðsynlegt hverjum norrænum lögfræðingi, sem
um viðslcipta- og sjóréttarmál fjallar. Nytsemdarbók er
einnig: „Om Haagrcglerne" eftir Frederik Sejersted (2.
út. 1952). Bók Kristian Thorbjörnsen: „No cure-no pay“
(1951) er mjög fróðleg, ekki sízt vegna hinna fjölbreyttu
frásagna úr dómum.
Hlutaréttur:
Það er orðið heldur fágætt, að réttastaða í almenningum
og afréttum skipti miklu máli í þeim löndum, sem byggð
eru þjóðum okkur skyldum. Undantekning er Noregur.
öræfi og heiðalönd eru þar eins og hér óbyggð og á ýmsu
veltur um notkun og rétt til þeirra. Um þessi mál hefur
ýmislegt verið ritað í Noregi, og menn hefur greint nokk-
uð á. Til margbreytilegra málaferla hefur og komið. Hér
á landi hafa og ýmis ágreinings- og deiluefni risið á
þessum vettvangi. Norsk rit um þessi mál hafa því bæði
fræðilega og hagræna þýðingu hér, enda skipta máli forn
ákvæði og venjur, sem að sumu eru sameiginleg íslend-
ingum og Norðmönnum og a. m. k. runnin af sömu rót.
Um þetta efni ritaði Asm. Schiefloe (1952) litla bók:
„Kritiske bemærkninger til norsk almenningsret". Og nú
í ársbyrjun 1955 hefur hann komið á framfæri aukinni og
endurbættri útgáfu, eða nánast nýju riti um þessi mál:
„Hovedlinjer i Norsk almenningsret".
Þeim til leiðbeiningar, sem kynnu að hafa áhuga á þess-
um málum má og nefna, þótt eldra sé en rit þau, sem
hér er sagt frá: Lorents Rynning: „Allemandsret og
særret" (Tillæg til Tidskrift for Retsvidenskap 1928).
62