Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 37
knuin heimilistæki, húsgögn og bækur, sem þannig eru
soldar. Sérstaldega er þetta áberandi að því er bækur
varðar, þótt einkennilegt sé, því að seljandanum mun í
flestum tilvikum vera lítið hagræði í því að taka bækurnar
aítur, þar sem lítill markaður er hér fyrir notaðar bækur.
Mér hefur hins vegar verið tjáð, að þessi viðskiptaháttur
hafi beint gert útgáfu sumra rita framkvæmanlega og
&etur það verið góðra gjalda vert.
Enda þótt ljóst sé, að þessi viðskiptaháttur hlýtur að
hafa verulegan kostnað í för með sér fyrir seljandann og
varan þannig eigi að vera mun dýrari, en ef hún væri
heypt við reiðu fé, þá hefur mér virst verðmunur á slíkum
vörum vera næsta lítill. Hlýtur það að stafa af því, að
seljendur flytja veruiegan hluta kostnaðarins yfir á þá
haupendur, sem greiða fyrir vöruna þegar í stað og er það
illa farið.
Ekld virðist geta leikið vafi á því, að þessi viðskipta-
háttur eigi fullan rétt á sér og rétt sé að veita honum
i'ettarvernd. Hins vegar er þess að gæta, að allmikil hætta
hlýtur að vera á, að viðskiptaháttur þessi verði misnotað-
Ur og er nauðsynlegt að fastar reglur verði um hann settar.
Hér á landi eru engin lagaákvæði um sölu lausafjár með
eignarréttarfyrirvara og dómar fáir. Virðist mjög tíma-
bært að þessum málum verði skipað með lögum hið fyrsta,
en svo hefur verið gert í nágrannalöndum okkar.
II. Til þess, að samningur um eignarréttarfyrirvara
vei'ði talinn gildur, verður hann fyrst og fremst að vera
gildur að almennum samningareglum, en um þær verður
ei<ki rætt hér, heldur aðeins nokkur atriði varðandi eign-
arréttarfyrirvarann sjálfan og réttarvernd hans. Það hlýt-
ur að vera skilyrði fyrir gildi eignarréttarfyrirvarans, að
seljandinn eigi í raun og veru þann rétt, er hann áskilur
sér. Hann verður að eiga hlutinn og sá eignarréttur hans
verður að vera óháður kaupandanum. Ef A. selur B. hlut,
eu B. selur A. hann aftur með eignarréttarfyrirvara, þá
er mjög vafasamt, að þessi eignarréttarfyrirvari yrði tal-
31