Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 27
sinni, senclir þau bandalagsríkjunum og óskar eftir at-
hugasemdum þeirra og tillögum. Eru svör ríkjanna og
athugasemdir sendar til þess nefndarmanns, sem hefur
sérstaklega verið falið að undirbúa málið fyrir næsta árs-
fund nefndarinnar. Sá nefndarmaður gerir síðan skýrslu
um málið, þar sem athugasemdir frá bandalagsríkjunum
eru teknar til meðferðar. Nefndin tekur svo málið fyrir á
næstu ráðstefnu sinni og gengur þar e. t. v. endanlega
fi’á frumvarpi, sem hún sendir til Allsherjarþingsins.
bjóðréttarnefndin hefur haft ærin verkefni við að fást.
Allsherjarþingið vísaði þegar í öndverðu nokkrum mál-
efnum til hennar, er það óskaði eftir, að hún fjallaði um.
Óskaði þingið m. a. eftir þvít að nefndin gerði uppkast að
yfirlýsingu eða samþykkt um réttindi og skyldur ríkja
°g um afbrot gegn öryggi og friði mannkynsins. Enn-
fi'emur fól þingið nefndinni að gera uppkast að alþjóða-
samþykkt, er fæli í sér meginreglur þær, sem byggt var á
1 i’ettarhöldunum í Núrnberg og dómum þeim, sem þar
Voru uppkveðnir. Jafnframt var nefndinni fengið það
verkefni að rannsaka, hvort æskilegt eða gerlegt væri að
setja á stofn alþjóða sakadóm til að dæma í málum út af
uuigmorðum og öðrum glæpum samkvæmt þjóðarétti. 1
t>ví sambandi átti nefndin sérstaklega að athuga, hvort
kostur væri að setja á stofn sérstaka sakadómsdeild við Al-
þjóðadóminn í Haag.
Síðan hafa allsherjarþingin vísað ýmsum málefnum til
bjóðréttarnefndarinnar. T. d. óskaði Allsherjarþingið
1950 eftir því, að þjóðréttarnefndin skýrgreindi hugtakið
ái-ás (aggression). Tilefnið var það, að Ráðstjórnarríkin
höfðu lagt fyrir stjórnmálanefndina tillögu um skýr-
gi’einingu á hugtakinu ,,aggression“. Sú tillaga sætti mik-
gagnrýni, en að lokum var samþykkt að vísa málinu
fh þjóðréttarnefndarinnar, svo sem áður var sagt.
A fyrstu fundum sínum gerði þjóðréttarnefndin skrá
yfir bau efni, sem hún taldi tímabært að taka til bálkun-
ar e^a „kodifikationar". Meðal þeirra efna, sem nefndin
21