Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 39
þarf hann ekki að vera skriflegur. Þess er hins vegar að gæta, að margvíslegt hagræði fylgir skriflegum samningi. Ætla má, að dómstólarnir krefjist ríkra sannana um eign- arréttarfyrirvara og oft myndi óhægt að koma slíkum sönnunum við, nema samningarnir væru skriflegir. Ef tekin yrði upp sú regla að krefjast skráningar slíkra samn- iiiga, er ljóst, að nauðsynlegt er að hafa þá skriflega. Á- kvæðið um eignarréttarfyrirvarann verður að vera skýrt og ákveðið þannig, að enginn vafi geti á því leikið, að svo sé um samið, að seljandinn haldi eignarrétti sínum þar til söluverðið sé að fullu greitt. Varla mundi vera talið nægi- togt að vísa um þetta atriði til venju eða siðar um þessa tegund kaupa, heldur yrði að taka þetta ákvæði fram. Þá er þess að gæta, að hér er um tvíhliða samninga að ræða, þar sem báðir aðiljar binda sig og því einhliða yfirlýsing seljandans ekki nægileg. Rétt mun að krefjast þess, að samningurinn um eignar- réttarfyrirvarann hafi verið gerður áður en hinn seldi hlutur var afhentur eða í síðasta lagi við afhendingu hans. Þó virðist ekki óeðlilegt að telja fyrirvarann gildan í því tilviki, er seljandinn getur rift kaupunum og heimt hlut- inn aftur vegna vanefnda kaupanda, en gerir það ekki, heldur áskilur sér eignarréttinn, þar til söluverðið er að fullu greitt. Þess verður að krefjast, að eignarréttarfyrirvarinn tryggi aðeins greiðslu söluverðs hlutarins, sem seldur er, en ekki annarra skulda, sem kaupandinn kann að skulda seljandanum. Þá virðist ekki heimilt að telja eignarréttinn ná til annarra hluta en þeirra, sem þá voru seldir. Það verður þannig að vera algjört skilyrði, að um sölu hlutar sé að ræða og að eignarréttarfyrirvarinn sé settur til ti'yggingar greiðslu söluverðs þess hlutar. Spurningin er, hvort ekki sé rétt að gera þá kröfu, að til þess að samningar um eignarréttarfyrirvara verði tald- ir gildir, að þeir séu þinglesnir eða skrásettir á annan hátt. Á þetta sérstaklega við um gildi þeirra gagnvart við- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.