Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 24
prófessorinn Manley 0. Hudson, scm er mjög þeklctur þjóð- réttarfræðingur, en hann hefur nú látið af störfum í nefndinni sökum veildnda. Á síðustu ráðstefnu var sænski hæstaréttardómarinn Emil Sandström formaður. Nefnd- in kýs einn nefndarmann til að vera áheyrnarfuiltrúa á Allsherjarþingi hverju og til að fylgjast þar með. Hef- ur formaðurinn venjulega verið kjörinn til þess. Á milli hinna árlegu funda þjóðréttarnefndarinnar hafa oft starfað undirnefndir til að athuga ákvcðin mál. Oft hefur einnig sá háttur verið hafður á, að einum nefndar- manni hefur verið falið að rannsaka sérstaklega það mál, sem taka á fyrir á fundi næsta ár. Rannsakar hann þá málið, safnar um það gögnum og kynnir sér eldri rann- sóknir. Slcrifar hann síðan skýrslu um rannsóknir sínar og niðurstöður, og er sú skýrsla síðan lögð fyrir næsta ársfund nefndarinnar. Eru sumar skýrslur þessar í raun- inni hin merkustu fræðirit. Eftir hverja ráðstefnu þjóðréttarnefndarinnar gefa Sameinuðu þjóðirnar út skýrslu um störf hennar. Eru þar birtar rannsóknir nefndarinnar og tillögur. Skýrslur þess- ar eru gefnar út í ritröðum, er bera merkið A/Cn 4 Report of the International Law Commission. 1 skýrslum þessum er ge.ysimikinn fróðleik að finna. Er þvi öllum, sem áhuga hafa á þjóðréttarmálefnum, ráðlegt að kynna sér þær. Raddir hafa heyrzt um það, að starfstími nefndarinn- ar ár hvert væri of skammur. 12. des. 1950 samþykkti Allsherjarþingið að fela þjóðréttarnefndinni að gera til- lögu um æskilegar breytingar á samþykkt nefndarinnar og skyldu þær tillögur lagðar fyrir næsta Allsherjarþing. Þjóðréttarnefndin tók mál þetta fyrir á þriðju ráðstefnu sinni og varð niðurstaðan þar sú, að meiri lilutí nefndar- innar lagði til, að ncfndin skyldi starfa allt árið og að nefndarmenn skyldu ekki sinna öðrum störfum. Þessar tillögur voru teknar til umræðu í laganefnd Allsherjar- þingsins í jan. 1952. Margar scndinefndir töldu hæpið að gera þessar breytingar á skipulagi og starfsháttum nefnd- 18

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.