Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 17
lifir í, er skilyrði sæmilegrar líðanar hans. Sanikvæmt
þessu lifir allur almenningur. Glæpamenn eru undan-
tekning, og þeir fá flestir sinn dóm. Fábjánar, margt
ofdrykkjumanna og ýmsir aðrir eru neðan við lámark
mannfélagshæfileika, ef svo mætti segja, og þarfnast um-
önnunar mannfélagsins. Nokkrir skara fram úr að góð-
leilc eða vitsmunum. Þeir fylgja í aðalatriðum laga- og
siðareglum sumir svo að til fyrirmyndar er.“
Dr. Einari voru að verðleikum sýnd ýmiskonar virð-
ingarmerki auk þeirrar sæmdar, er áður getur. Hann
var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar og hann var kjör-
inn heiðursfélagi Bókmenntafélagsins og Sögufélagsins,
svo að eitthvað sé nefnt.
Sjaldgæft er, að sami maður hafi haft með höndum
æðstu embætti landsins á sviði framkvæmdarvalds og
dómsvalds, og þar að auki verið einn mesti áhrifamaður
á iöggjöf um sína daga.
En hitt er einsdæmi, að sami maður afkasti því til við-
bótar, að móta svo heila stétt manna, lögfræðingastéttina,
sð hún mun lengi bera þess merki, og vinni auk þess var-
anleg fræðileg afrek á sviði lögfræði og fleiri mennta.
Lögfræðingastéttin má þakklát minnast þess að hafa
att slíkan mann innan sinna vébanda og reyndar þjóðin
ÖIl.
Nafn sitt hefur dr. Einar ritað á söguspjöld íslenzku
þjóðarinnar á fyrra helmingi tuttugustu aldar svo skírri
°£ læsilegri hönd sinni, að fá nöfn verða efth-, þegar það
er máð.
Th. B. L.
11