Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 61
Samtök lagamanna. I 2. hefti 4. árg. þessa rits, var getið þeirrar alkunnu staðreyndar, að almennt félag lagamanna er ekki til hér á landi. Er það ekki vanzalaust fyrir lagamenn og ber lélegt vitni áhuga þeirra á mennt sinni og hagsmunum. Lögmannafélag Islands hefur að vísu bætt nokkuð úr, en á að ýmsu óhægt um vik. Það félag er, samkvæmt lands- lögum og samþykktum sínum, stéttarfélag málflutnings- manna, en af því leiðir að fjöldi lagamanna fær þar ekki inngöngu. Á hinn bóginn hefur þörfin á heildarsamtökum lagamanna, vettvangi, þar sem allir lagamenn ná saman, og ekki sízt, þar sem ungir lagamenn fá tækifæri, til þess að hafa samneyti við hina eldri, leitt til þess að Lögmanna- félagið hefur tekið við ýmsum lagamönnum, sem í raun- inni eiga þar ekki heima. Þetta hefur orðið til þess að fé- lagið er sundurleitara en æskilegt væri og þá jafnframt verr til þess fallið að vækja frumhlutverk sitt, sem hags- munafélag málflutningsmanna. Þótt Lögmannafélagið eigi allt gott skilið fyrir framm- tak sitt varðandi mál lagamanna, þá er augljóst að félag- ið getur ekki leyst það hlutverk að vera málsvari og merk- isberi allra lagamanna. Reyndin hefur og orðið sú, að hópar lagamanna hafa stofnað sérstök félög, t. d. héraðs- dómarar, fulltrúar, starfsmenn stjórnarráðsins o. fl. þssi félög munu einkum vera hagsmunafélög. Sakfræð- ingafélagið, deild norræna embættismannasambandsins og deild norrænu lagamannaþinganna starfa fremur á sviði menningar og fræðslu. Engu að síður er bæði menn- ingar- og hagsmunastarf meðal lagamanna mjög í mol- um. Beint samband þessara félaga sín á milli er ekkert. Hæstiréttur og Lagadeild Háskólans eru ekki heldur í

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.