Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 35
í hinu veðsetta. Yrði kaupandinn gjaldþrota nyti seljand- inn sem veðhafi ekki mikillar verndar, þar sem krafa hans stæði að baki mörgum forgangskröfum i þrotabúinu samkvæmt ákvæðum 83. og 89. gr. skiptalaganna nr. 3. frá 1878. Þá má þess og geta, að veðréttur í lausafé fyrnist um leið og fjárkrafan fyrnist samkvæmt ákvæð- um fyrningarlaganna nr. 14 frá 1905. Þar sem þessi veðtryggingarleið hefur ekki þótt veita seljandanum (lánveitandanum) nægilega vernd, hefur ver- ið leitað annarra ráða. Gripið hefur verið til þess að telja eignarréttinn að hinum selda hlut eigi flytjast til kaup- anda við sölu og vörzluskiptin, heldur þá fyrst, er kaup- verðið er að fullu greitt. Stundum mun það form á þessu haft, að í samningi aðilja er ekki talið að um sölu sé að ræða, heldur leigu, en þannig, að hið leigða verði eign leigutaka þegar leigan hefur verið greidd. Þetta form tíðkast í enskum og frönsk- um rétti, en er sjaldgæft hér á landi, en þekkist þó.1) Hér á landi er sá háttur algengastur, að seljandinn selur hlutinn, en kaupandinn greiðir aðeins lítinn hluta verðs hans þegar í stað, en eftirstöðvarnar eiga að greið- ast með afborgunum á ákveðnum gjalddögum. I kaupsamn- ingnum er hins vegar svo ákveðið, að seljandinn haldi eignarrétti sínum að hlutnum þar til kaupverðið er að fullu greitt og ef vanskil verði á greiðslu þess, þá geti hann tekið hlutinn til sín aftur. Frá seljandans sjónarmiði- er þessi háttur mjög ákjós- anlegur. Verði vanskil á greiðslu söluverðsins getur hann tekið hlutinn aftur. Hann er óbundinn af undanþáguheim- hd 27. gr. aðfararlaganna nr. 19 frá 1887 eins og henni er nú breytt með lögum nr. 18 frá 1932. Ráðstafi kaupand- inn hlutnum til þriðja manns, getur seljandinn tekið hann frá honum jafnvel þótt hann sé í góðri trú. Verði kaup- andinn gjaldþrota stendur se.ljandinn utan skuldaraðar 1) Hrd. II. bls. 3G4. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.