Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 26
Þegar um er að ræða bálkun þjóðaréttarins er aðal- reglan hins vegar sú, að þjóðréttarnefndin velji sjálf þau efni, sem hún telur æskilegt eða nauðsynlegt að bálkuð séu. Um það efni getur Allsherjarþingið einnig sent henni tilmæli, og á þá nefndin að taka slíkar tillögur til greina. Vitaskuld er oft ekki hægt að skilja á milli þeirra verkefna, sem hér hefur verið minnzt á, setningu nýmæla á sviði þjóðaréttarins og bálkunar og staðfestingar eldri þjóð- réttarreglna. Þetta hlýtur oft óhjákvæmilega að blandast saman að meira eða minna leyti. Þjóðréttarnefndinni ber jafnan að hafa nána sam- vinnu við bandalagsríkin. Þeim skal veitt færi á að tjá sig um þau efni, sem þjóðréttarnefndin tekur til meðferð- ar. Er auðvitað mikilvægt, ekki hvað sízt, þegar um skjal- festingu og bálkun þjóðréttarreglna er að ræða, að fá sem gleggstar upplýsingar um réttarvitund og réttarvenjur í sem flestum þjóðlöndum. Nefninni ber einnig að hafa sam- vinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo og við vísindafélög og fræðistofnanir á sviði þjóðaréttarins. Þegar þjóðréttarnefndin hefur samið frumvarp að al- þjóðasamþykkt eða milliríkjasamningi sendir hún það ásamt greinargerð til Allsherjarþingsins. Allsherjarþing- ið getur svo samþykkt frumvarpið og er það þá orðið að samþykkt Allsherjarþingsins. En Allsherjarþingið getur einnig sent bandalagsríkjunum samþykktina og lagt til, að þau geiú með sér milliríkjasamning á grundvelli henn- ar. Þá getur og Allsherjarþingið ákveðið að kalla saman sérstaka alþjóðaráðstefnu til þess að fjalla um og ganga frá samþykktinni. Að sjálfsögðu getur Allsherjarþingið hafnað tillögum nefndarinnar. Ennfremur getur þingið sent málið aftur til nefndarinnar og óskað eftir nánari at- hugun hennar á því. Áður en þjóðréttarnefndin sendir Allsherjarþinginu tillögur sínar og greinargerð, getur hún leitað umsagnar bandalagsríkjanna. Hún getur t. d. byrj- að á því að gera frumdrög að alþ.jóðasamþykkt (con- vention). Síðan birtir hún þau frumdrög í ársskýrslu 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.