Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 26
Þegar um er að ræða bálkun þjóðaréttarins er aðal-
reglan hins vegar sú, að þjóðréttarnefndin velji sjálf þau
efni, sem hún telur æskilegt eða nauðsynlegt að bálkuð
séu. Um það efni getur Allsherjarþingið einnig sent henni
tilmæli, og á þá nefndin að taka slíkar tillögur til greina.
Vitaskuld er oft ekki hægt að skilja á milli þeirra verkefna,
sem hér hefur verið minnzt á, setningu nýmæla á sviði
þjóðaréttarins og bálkunar og staðfestingar eldri þjóð-
réttarreglna. Þetta hlýtur oft óhjákvæmilega að blandast
saman að meira eða minna leyti.
Þjóðréttarnefndinni ber jafnan að hafa nána sam-
vinnu við bandalagsríkin. Þeim skal veitt færi á að tjá
sig um þau efni, sem þjóðréttarnefndin tekur til meðferð-
ar. Er auðvitað mikilvægt, ekki hvað sízt, þegar um skjal-
festingu og bálkun þjóðréttarreglna er að ræða, að fá sem
gleggstar upplýsingar um réttarvitund og réttarvenjur í
sem flestum þjóðlöndum. Nefninni ber einnig að hafa sam-
vinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo og
við vísindafélög og fræðistofnanir á sviði þjóðaréttarins.
Þegar þjóðréttarnefndin hefur samið frumvarp að al-
þjóðasamþykkt eða milliríkjasamningi sendir hún það
ásamt greinargerð til Allsherjarþingsins. Allsherjarþing-
ið getur svo samþykkt frumvarpið og er það þá orðið að
samþykkt Allsherjarþingsins. En Allsherjarþingið getur
einnig sent bandalagsríkjunum samþykktina og lagt til,
að þau geiú með sér milliríkjasamning á grundvelli henn-
ar. Þá getur og Allsherjarþingið ákveðið að kalla saman
sérstaka alþjóðaráðstefnu til þess að fjalla um og ganga
frá samþykktinni. Að sjálfsögðu getur Allsherjarþingið
hafnað tillögum nefndarinnar. Ennfremur getur þingið
sent málið aftur til nefndarinnar og óskað eftir nánari at-
hugun hennar á því. Áður en þjóðréttarnefndin sendir
Allsherjarþinginu tillögur sínar og greinargerð, getur hún
leitað umsagnar bandalagsríkjanna. Hún getur t. d. byrj-
að á því að gera frumdrög að alþ.jóðasamþykkt (con-
vention). Síðan birtir hún þau frumdrög í ársskýrslu
20