Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 48
inni, þ. e. haí'a afgreiðslu fyrir bifreiðar sínar þar. Fyrir-
svarsmenn Vörubílstjórafélagins Vals kröfðust þess, að
innsækjcndur undirrituðu yfirlýsingu um það, að þeir
skuldbyndu sig til þess að hlýða lögum og reglum félags-
ins, cn í því fólst m. a. skuldbinding.um það, að hafa af-
greiðslu á stöð félagsins. Þessu skilyrði töldu umræddir
vörubílstjórar sér ekki skylt að hlýða og þar sem þeir
fengu ekki inngöngu í Val án skuldbindingar um að hafa
afgreiðslu á vörubílastöð félagsins, höfðaði bifreiðarstjór-
inn mál gegn Val og krafðist dómsviðurkenningar á því,
að hann ætti rétt til inngöngu í Val, en væri þó frjálst að
hafa afgreiðslu fyrir vörubifreið sína á þeirri bifreiðastöð,
sem hann kysi. Taldi hann, að Val væri samkvæmt 2. gr.
laga nr. 80/1938 óheimilt að gera það að inngönguskilyrði,
að félagsmenn hefðu afgreiðslu á vörubílastöð félagsins.
Um það ættu félagsmenn að lögum frjálst val.
Af hálfu Vals var því hins vegar haldið fram, að rekst-
ur vörubílastövar væri eðlilegur og sjálfsagður þáttur í
starfi stéttarfélags vörubifreiðastjóra og beint hagsmuna-
mál þeirra. Væri því heimilt að binda inngöngu í félagið
því skilyrði, að félagsmenn hefðu afgreiðslu fyrir bifreið-
ar sínnar á stöð þess.
Dæmt var, að það væri mikilsvert hagsmunaatriði fyr-
ir vörubifrciðastjóra að hafa samastað þar sem væntan-
legir viðskiptavinir gætu greiðlega komizt í samband við
þá. Rekstur slíkrar miðstöðvar væri því hagsmunmál, sem
Vörubílstjórafélaginu Val væri samkvæmt 1. gr. laga nr.
80/1938 rétt að beina starfsemi sinni að. Var Val sam-
kvæmt nefndri grein talið rétt að taka í samþylcktir sínar
ákvæði þess efnis, að það væri markmið félagsins að reka
slíka stöð og þótti það ekki brjóta í bág við ákvæði 2. gr.
sömu laga, þótt Valur gerði það að inntökuskilyrði, að fé-
lagsmenn liefðu afgreiðslu fyrir bifreiðir sínar á stöð, sem
félagið starfrækti sjálft. Dómur 4/3. ’55.
H. G.
42