Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Blaðsíða 11
að um munaði. Þegar íslenzk stjórnmálasaga fyrra helm-
ings þessarar aldar verður rituð, hlýtur nafn dr. Ein-
ars að bera þar mjög á góma.
Að loknu prófi sneri hann sér þegar að stjórnmálum og
blaðamennsku. Hann var fyrst kjörinn á þing í Árnes-
sýslu 1914 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Var ráðherra 4. maí
1915 til 4. jan. 1917 og þá hinn síðasti, er einn gegndi ráð-
herraembætti hér á landi. Litlu síðar hvarf hann af þingi.
En árið 1930 var hann kjörinn þingmaður hér í Reykja-
vík. Ári síðar var hann skipaður hæstaréttardómari og
lét þá af þingmennsku. Eins og kunnugt er, urðu vand-
kvæði á myndun þingræðisstjórnar á árinu 1942. Skipaði
forsetinn, Sveinn Björnsson, þá utanþingsstjórn 16. des.
1942. undir forsæti dr. Björns Þórðarsonar. Dr. Einar
hafði á hendi embætti dóms- og menntamálaráðherra í
þeirri stjórn þar til 21. september 1944, er hann tók við
hæstaréttardómaraembætti sínu á ný.
1 minningargrein um dr. Einar, er Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra ritaði í Morgunblaðið 6. apríl þ. á., seg-
ir m. a.:
„Á Alþingi þótti þegar mikið að honum kveða, og er
Sigurður Eggerz sagði af sér 1915 vegna ósamþykkis við
iionung um staðfestingu stjórnarskrárbreytingar var Ein-
ar kvaddur til ráðherradóms. Að vísu var það konungur
með ráði vina sinna hér, sem því kalli réði, en Einar
reyndist hafa meirihluta á Alþingi, þó að flokksmönnum
hans sýndist mjög sitt hvað um valdatöku hans. Er mér
í barnsminni, að faðir minn, sem þá vann á Landsbóka-
safninu, kom heim að kvöldi eftir þingkosningarnar 1916
og sagðist hafa hitt Einar Arnórsson og hefði Einar sagt,
að ólíkt hefðust þeir að, því að hann hefði heyrt eftir
pabba, að hann óskaði einskis fremur, en að Einar Arn-
órsson félli, en Einar kvaðst una því vel, að faðir minn
hefði náð kosningu. Ekki man ég meira af þeim orðaskift-
um. En þessa menn greindi ekki á um, að hverju bæri að
stefna, heldur hitt, hvernig markinu skyldi náð. Eftir á
5