Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 13
bæði hvað snertir skipulag, verkefni og völd. Sumar þær alþjóðastofnanir, sem þar er um að ræða, eru valda- miklar — fara með sjálfstætt ákvörðunarvald í málefn- um þeim, sem undir þær heyra. Með þátttöku sinni í þeim hefur ísland óneitanlega tekið á sig margar mikil- vægar kvaðir. Það hefur játazt undir ákvörðunarvald þeirra stofnana um tiltekin málefni. Það hefur t. d. skuldbundið sig til að hlita ákvörðunum öryggisráðsins og úrskurðunum alþjóðadómstólsins og mannréttinda- dómstóls Evrópu. Það liefur gengizt undir að fara eftir ákvörðunum alþjóðagjaldeyrissjóðsins samkvæmt sam- þykktum hans. Sömuleiðis er því eins og öðrum aðildar- ríkjum flugmálastofnunarinnar og alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar skylt að fara eftir tilteknum fyrir- mælum þessara stofnana, nema meiri hluti aðildarríkj- anna hafi innan ákveðins frests tilkynnt, að ekki sé fallizt á samþykkt þeirra. Með þáttöku sinni i Atlantshafsbanda- laginu hefur ísland einnig tekizt ýmsar skvldur á herðar, sbr. 3., 4. og 5. gr. bandalagssáttmálans. Þetta eru aðeins einstök dæmi, valin nokkuð af handahófi. Þau verða hér að nægja, enda ókleift í erindi þessu að gera grein fyrir hverri einstakri þessara alþjóðastofnana og skyldum þeim, er aðild fylgja. Þess skal þó getið, að það er sérstaklega ljóst, að ákvarðanir öryggisráðsins eru skuldbindandi fyrir aðildarríki, hvort sem því er það ljúft eða leitt, og alveg án tillits til þess, hvort það á fulltrúa i ráðinu eða ekki. Þar getur þó sannarlega verið um þungbærar kvaðir að ræða, jafnvel um skyldu til hernaðarlegra aðgerða i einni eða annarri mynd, sbr. einkum 43. gr. stofnskrár- innar. 'Þar frá er aðeins gerð undantekning um stór- veldin, sem hafa neitunarvald. Hitt er svo annað mál, að i reyndinni hefur orðið minna úr þessum skuldbinding- um aðildarríkjanna en stofnskrá samtakanna gerir ráð fyrir, en það er önnur saga. Þess má einnig geta, að með þáttöku sinni í framangreindum alþjóðasamtökum, hef- ur Island tekið á sig fjárhagslegar skuldbindingar, þ.e.a.s. Tímarit lögfræðinga 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.