Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 4
ingu landslaga. Samskipti vinsamlegra þjóða mótast æ
meir af alþjóðahyggju. Það er greinilegt, að liér hefur
átt'sér stað stefnubreyting.
Það hefur lengst af verið talið einkenni fullvalda ríkis,
að það væri einungis bundið við ákvarðanir eigin vald-
hafa, og að á yfirráðasvæði þess yrði almennt ekki hald-
ið uppi í framkvæmd eða beitt með valdi fvrirmælum
eða úrskurðum annarra en liandhafa ríkisvaldsins, eða
að minnsta kosti ekki án einhvers konar staðfestingar
eða leyfis þeirra. Samkvæmt þeirri kennisetningu var
yfirlýsing eða ákvörðun af hendi alþjóðastofnunar þvi
aðeins talin bindandi fyrir riki, að það hefði samþykkt
hana — goldið henni jáatkvæði eða játazt undir hana
i verki. Til skamms tíma mátti það einnig heita nær
undantekningarlaus regla, að ákvörðun eða úrskurður
alþjöðastofnunar væri aðeins skuldbindandi fyrir hlut-
aðeigandi ríki sjálft, en yrði ekki beitt eða fullnægt inn-
an ríkisins án staðfestingar eða einhverskonar löggild-
ingar réttra stjórnvalda hverju sinni, nema annað væri
beinlinis boðið eða lieimilað i stjórnlögum viðkomandi
ríkis. Frá báðum þessum kennisetninguum hefur verið
vikið í senni tíð, og þó sérstaklega hinni fyrrnefndu.
Þess eru æ fleiri dæmi, að alþjóðlegum stofnunum sé
fengið sjálfstætt ákvörðunarvald um tiltekin málefni,
ýmist til að setja almemiar reglur eða til að kveða á
um einstök atriði, og að aðildarríkin skuldbindi sig f'yrir
fram til að hlíta ákvörðunum meiri hlutans i stjórnar-
stofnunum iiinna alþjóðlegu samtaka, jafnvel án tillíts
til þess, hvort þau eiga þar fulltrúa eða ekki.
Þess eru einnig dæmi frá allra síðustu árum, að stjórn-
arstofnunum fjölþjóðlegra samtaka sé fengið í hendur
vald til þess að gefa út fyrirmæli eða taka ákvarðanir,
sem eiga beinlínis að gilda innanlands í aðildarríkjun-
um, eiga að binda stjórnvöld og þegna þátttökuland-
anna, án þess að nokkur atbeini handhafa ríkisvaldsins
þurfi að koma til í hvert skipti. Þar framselja aðildar-
2
Tímarit lögfræðinga