Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 16
ildar að samtökum Sameinuðu þjóðanna, hvorki liér
né annars staðar, svo sem kunnugt er.
Við aðild íslands að alþjóðastofnunum á borð við þær,
sem hér hafa verið nefndar, setur því stjórnarskráin nú
eigi aðrar skorður en þær, sem felast í 21. gr. hennar,
þ.e.a.s. að Alþingi veiti til þess samþykki sitt. Sú niður-
staða sýnist óumdeilanleg, eins og nú standa sakir, hvort
sem mönnum finnst hún í alla staði eðlileg eða eklci.
Þegar alþjóðastofnun er hins vegar veitt vald til ákvarð-
ana eða úrskurðar, sem fyrirfram er gefið gildi hér á
Inadi, án þess að atbeini eða staðfesting islenzkra stjórnar-
valda þurfi að koma til hverju sinni, lilýtur niðurstaðan,
að mínum dómi, að verða nokkuð á aðra lund. Ef ákvarð-
anir frá hendi alþjóðastofnunar eiga samkvæmt stofn-
skrá hennar að vera bindandi fyrir íslenzka þegna og
lægra sett stjórnvöld, og er almennt fyrirfram gefið
gildi hér á landi, án nokkurrar meðalgöngu handhafa
ríkisvaldsins, er um að ræða skerðingu á sjálfsforræði
íslenzka ríkisins — verulega eða lítilvæga eftir atvikum.
Þar er i raun réttri ákvörðunarvaldi um innanlandsmál
— löggjafarvaldi, framkvæmdarvaldi eða dómsvaldi —
að einhverju leyti afsalað i hendur alþjóðastofnunar.
Akvarðanir þeirrar alþjóðastofnunar eru þá ekki lengur
einungis þjóðréttarlegs eðlis, heldur fyrirmæli eða úr-
skurðir, sem eiga án nokkurrar staðfestingar islenzkra
valdhafa að gilda hér á landi. Þar hefur þvi hluta af
ríkisvaldi verið afsalað i hendur alþjóðastofnunar, þ.e.a.s.
valdi, sem stjórnarskráin sjálf, beint eða óbeint, felur
tilteknum stjórnvöldum að annast að viðlagðri ábyrgð
að lögum. Meðferð eða yfirstjórn þeirra málefna er þá
ekki lengur í liöndum aðila, er að lokum bera ábyrgð
gagnvart Alþingi Islendinga og íslenzkum kjósendum,
heldur hjá alþjóðlegri stofnun, sem stendur utan og ofan
við íslenzka ríkið — stofnun, sem í raun og veru er ekki
venjuleg alþjóðastofnun, heldur alþjóðleg „yfirrikjastofn-
un“, ef svo má að orði kveða. Stjórnendur ríkisins fara
14
Tímarit lögfræðinga