Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 33
ætla nú, að Snorri hafi sjálfur samið með atburði sinnar eigin samtíðar i huga. Víst er, að Snorri þekkti vel löng- un Noregshöfðingja til valda yfir íslandi, þvi að hann er hinn fyrsti innlendra höfðingja, sem virðist hafa léð máls á að ganga þeirra erinda. Konungur reyndi látlaust frá því um 1220 að ná tang- arhaldi á landinu og linnti þeirri sókn ekki fyrr en vfir lauk, 1262. Allan þennan tíma var Hákon Hákonarson konungur í Noregi, fyrst með forræði Skúla jarls Bárð- arsonar, sem síðan varð næst á eftir konungi mesti valda- maður i Noregi nær helming þessa timabils. Skúli var mikill vinur Snorra Sturlusonar og er líldegt, að Hákon konungur hafi átt upptök að því, að Snorri var tekinn af lífi skömmu eftir að konungur hafði fellt Skúla jarl í innanlandsófriði i Noregi, ekki fyrst og fremst vegna þess, að Snorri fór út hingað i forboði konungs, heldur af því, að hann hafi talið Snorra samsekan Skúla um landráð gegn sér. Sjálfur var Hákon einn dugmesti kon- ungur, sem í Noregi hefur verið, friðaði Noreg eftir lang- varandi óeirðir, efldi mjög veldi konungs í landinu og lét sér einkar umhugað um að treysta yfirráð og áhrif sín yfir byggðum Norðmanna á norðanverðum Bretlands- eyjum. Sókn hans eftir yfirráðum á íslandi var því að- eins einn þáttur almennrar viðleitni hans og svnir viður- eign hans við Islendinga, að hann var i senn hygginn og þolinmóður. Hann kunni að ná settu marki, þótt langan tíma tæki, því að það var fyrst skömmu fyrir dauða hans sem íslendingar sóru honum land og þegna og hafði hann þá keppt að þvi marki í meira en 40 ár. Konungur fékk hvern íslenzka höfðingjann eftir ann- an til að ganga erinda sinna, átti hlut að því, að hér voru settir norskir biskupar í sama skyni og sendi, eink- um undir hið siðasta, fjölda erindreka sinna hingað til lands til að vinna að framgangi fyrirætlunar sinnar. En íslendingar voru tregir til og flestir hinna íslenzku höfðingja brugðust honum lengi vel, þegar á átti að herða. Tímarit lögfræðincja 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.