Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 50
annað, það er þjóðlegt var og íslenzkt, vera hvað óhultast. En gjörum enn framar ráð fyrir í svip, að öll þessi skrá sé lögmæt, og enginn löggalli verði á lienni fund- inn, hvorki að efni né ytra sniði. Þá verður svo mál með vexti: Danmörk, Noregur og Island sverja konúngi sam- hljóða eið, og afsala honum einveldi hvert um sig. Þau standa því öll þrjú jafnt að við konúng, en samband þeirra ihvers við annað stendur allt að einu óraskað. Slitni nú sambandið við konúng, eða breytist það, t. d. ef kon- úngur afsalar sér einveldi, þá raskast eigi fyrir það jafn- rétti landanna, né 'heldur tapar eitt þeirra rétti sinum fyrir hinum, heldur hverfur allt í sama horfið og áður var, eða hlutaðeigendur verða að gjöra n}rja samníng. Því get ég ekki séð, að á sé komið að lögum nýtt sam- band milli krúnunnar og Islands, né millum Noregs eður Danmerkur og fslands, við hyllíngarskrána frá 1662, eða konúngalögin, sem bygð eru á henni og hinum öðrum samkynja skrám frá Danmörku og Noregi. Eg er því samdóma hinni íslenzku nefnd, að ekki sé nóg að fara að eins og stjórnin gjörði 1851, og leita að hinni síðustu lagastoð fyrir sambandi Islands og Danmerkur í konúnga lögunum eða 'hyllíngarskjalinu 1662, heldur verði hennar að „leita í vorum forna sáttmála við Noreg,--------------“ “ fslendingar vildu þess vegna ekki viðurkenna rétt grund- vallarlagaþings Dana, til þess að kveða á um rétt íslands. Þeir töldu, að sambærilegt þing, þjóðfundur á fslandi, væri einn bær um að gera það. Með þessari skoðun fengu þeir nokkra stoð í konungsbréfi 23. september 1848 og má þó e.t.v. segja, að þeir hafi lagt meira inn í heitorð dönsku stjórnarinnar en orðalag bréfsins gefi tilefni til. Þar er heitið, að ekki skuli kveðið á um grundvallar- ákvæði um stjórnarstöðu þessa landshluta í ríkinu fyrr en Islendingar hafi fengið að láta uppi álit sitt um þau á fundi í landinu sjálfu. Sú samkoma, sem þarna var gefið fyrirheit um, Þjóðfundurinn, var ekki haldinn fyrr en 1851. Saga hans er alkunn og skal ekki rakin hér. En 48 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.