Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 56
við Cambridge háskóla og stundaði framhaldsnám í þjóða-
rétti við Harvard háskóla. 1938—39 var hann Assistant
Lecturer in Law við London School af Economics. Eftir
styrjöldina tók hann að kenna lögfræði við Cambridge
háskóla, en Fellow of Jesus College, Cambridge, hefur
hann verið frá 1939.
Árið 1955 var hann skipaður prófessor i þjóðarétti
við háslcólann í Camhridge, og hefur hann gegnt þvi
starfi síðan. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um lönd
og einnig verið ráðunautur brezku ríkisstjórnarinnar í
ýmsum þjóðréttarefnum. Auk þjóðaréttar hefur hann rit-
að fræðilegar ritgerðir um flugrétt og flutt fyrirlestra
við þjóðréttanháskólann í Haag í þeirri grein. Hann er
nú annar aðalritstjóri hins merka þjóðaréttartimarits
The British Yearbook af International Law.
Nýtt lögfræðingatal.
Agnar Klemens Jónsson ráðuneytisstjóri tók á sinum
tíma saman lögfræðingatal, er Sögufélagið gaf út árið
1950. Var þar um að ræða framhald af lögfræðingatali
föður hans, er Sögufélagið gaf út 1910, en það tal var
framhald af lögfræðingatali Magnúsar Stephensens lands-
höfðingja, er út kom í III. árgangi Timarits Hins íslenzka
bókmenntafélags árið 1882. Öll þessi rit eru hin fróð-
legustu um persónusögu íslenzkrá lögfræðinga. Nauð-
synlegt er, að viðbætur komi út nokkuð ört, helzt ekki
sjaldnar en á 10 ára fresti. Það eru því góð tíðindi, að
Agnar KI. Jónsson vinnur nú að nýrri útgáfu lögfræð-
ingatals sins og má vænta þess, að hún komi út á ár-
inu 1963.
Nýir Hæstaréttarlögmenn.
Prófraun hæstaréttarlögmanna hafa lokið á árinu 1961:
Friðrik Magnússson 17. febrúar. Að prófi loknu hvarf
hann til heimahaga sinna, Akureyrar. Þar stundaði
hann málflutning, en vann jafnframt að ýmsum opinber-
54
Tímarit lögfræðinga