Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 26
um skilyrðum. Það er þó því aðeins leyfilegt, að Stór-
þingið samþykki það með þrem fjórðu greiddra atkvæða,
enda séu a.m.k. tveir þriðju stórþingsmanna á fundi. Um
málskot til kjósenda eru engin ákvæði.
Spurningin er, 'hvort ástæða sé til að taka ákvæði eitt-
livað í þessa átt upp í íslenzku stjórnarskrána. Sé fallizt
á þá stjórnlagaskýringu, sem hér er haldið fram, og
henni fylgt í framkvæmd, er að vísu ekki hægt að segja,
að eins og sakir standa sé brýn þörf á sérstöku stjórnar-
skrárákvæði varðandi alþjóðastofnanir. Samt sem áður
held ég, að rétt væri að setja í stjórnarskrána sérstakt
ákvæði um það efni. Sú skoðun er byggð á þeim ástæð-
um, er nú skal greina:
1 fyrsta lagi er hugsanlegt, að þing og stjórn vilji ekki
aðhyllast þær kenningar eða þá stjórnlagaskýringu, sem
hér hefur verið haldið fram, heldur telji sig hafa frjáls-
ari hendur í þessu efni en að framan er gert ráð fyrir,
einkanlega ef flestir þingmenn eru á sama máli. Það
er því bæði skýrara og öruggara að setja um þetta sér-
stakt stjórnarskrárákvæði.
I öðru lagi er stjórnarskrárbreyting og þar af leiðandi
þingrof og kosningar engan veginn örugg aðferð til að
ganga úr skugga um afstöðu manna til fyrirbugaðrar
þátttöku i alþjóðastofnun. En það er að mínum dómi
eðiileg og sjálfsögð regla, að ísland gerist ekki þátttak-
andi í alþjóðlegum samtökum á borð við Efnahagsbanda-
lagið, nema fullvíst sé, að meiri hluti þings og þjóðar
sé svo þýðingarmikilli ákvörðun samþykkur. 1 fljótu
bragði gætu menn ályktað, að það yrði ekki betur tryggt
með öðrum hætti en þeim, að krefjast stjórnarskrárbreyt-
ingar eða stjórnarskrárviðauka hverju sinni. En sú álykt-
un er á misskilningi byggð. Þegar Alþingi hefur sam-
þyklc stjórnarskrár breytingu, á að vísu að rjúfa þing
og efna til almennra alþingiskosninga. Nýkjörið Alþingi
verður síðan að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið á
ný óbreytt; ella er það úr sögunni. Segja má, að kjós-
24
Tímarit lögfræfiinga