Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 51
næstu áratugi varð það eitt mesta deilumál Dana og Is- lendinga, að Islendingar héldu því fram, að brigðað hafi verið við þá loforðinu um að láta á þjóðfundi upp álit sitt, og raunar dygði ekki það eitt, að slíkur fundur hefði rétt til að láta uppi álit sitt eða skoðun, heldur bæri honum í íslenzkum málum tilsvarandi vald og grund- vallarlagaþingið eða danski þjóðfundurinn hafði á sín- um tíma i Danmörku. Undirstaða þessara kenninga var gildi Gamla sáttmála. Islendingar héldu því fram, að gildi hans hefði vaknað að nýju með afsali konungs á einveldi sínu. Með þessu var þýðing og gildi Gamla sáttmála frá upphafi orðið lifandi deiluefni í stjórnmálaþrætu Dana og Islendinga. Ekki aðeins hinir ólærðu stjórnmálamenn Dana, heldur fremstu fræðimenn þeirra í þessum efnum, á okkar dög- um einkum Knud 'Berlin, gerðu sem minnst úr réttind- um Islendinga samkvæmt Gamla sáttmála og gildi hans síðar. Undir forystu Jóns Sigurðssonar, og á okkar dög- um Jóns Þorkelssonar og Einars Arnórssonar, mikluðu íslendingar aftur á móti sem mest þýðingu sáttmálans, bæði um réttindi þjóðarinnar samkvæmt honum í upp- hafi og í sögu landsins æ síðan. Danir héldu því fram, að Island hefði þegar orðið skattland eða hjálenda Nor- egs, en íslendingar töldu, að samkvæmt sáttmálanum hefði einungis verið um persónu- eða konungs-samband milli Islands og Noregs að ræða. Báðir vitnuðu i erlenda fræðimenn sér til stuðnings. Vafasamt er hversu margir þeirra hafa í raun og veru kynnt sér málið til hlýtar. Fáir eða engir gerðu það betur en Konráð Maurer, vinur og stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonar, sem yfirleitt studdi málstað íslendinga í þess- ari deilu, en nokkuð er vitnað til umsaga hans á víxl. Einn fræðimaður sænskur, Ragnar Lundborg, sem lifði fram yfir seinustu heimsstyrjöld og var mikill vinur Bjarna heitins frá Vogi, ritaði m. a. um þessi efni og var oft vitnað til rita hans af fremstu fræðimönnum Tímarit lögfræðinga 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.