Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 51
næstu áratugi varð það eitt mesta deilumál Dana og Is- lendinga, að Islendingar héldu því fram, að brigðað hafi verið við þá loforðinu um að láta á þjóðfundi upp álit sitt, og raunar dygði ekki það eitt, að slíkur fundur hefði rétt til að láta uppi álit sitt eða skoðun, heldur bæri honum í íslenzkum málum tilsvarandi vald og grund- vallarlagaþingið eða danski þjóðfundurinn hafði á sín- um tíma i Danmörku. Undirstaða þessara kenninga var gildi Gamla sáttmála. Islendingar héldu því fram, að gildi hans hefði vaknað að nýju með afsali konungs á einveldi sínu. Með þessu var þýðing og gildi Gamla sáttmála frá upphafi orðið lifandi deiluefni í stjórnmálaþrætu Dana og Islendinga. Ekki aðeins hinir ólærðu stjórnmálamenn Dana, heldur fremstu fræðimenn þeirra í þessum efnum, á okkar dög- um einkum Knud 'Berlin, gerðu sem minnst úr réttind- um Islendinga samkvæmt Gamla sáttmála og gildi hans síðar. Undir forystu Jóns Sigurðssonar, og á okkar dög- um Jóns Þorkelssonar og Einars Arnórssonar, mikluðu íslendingar aftur á móti sem mest þýðingu sáttmálans, bæði um réttindi þjóðarinnar samkvæmt honum í upp- hafi og í sögu landsins æ síðan. Danir héldu því fram, að Island hefði þegar orðið skattland eða hjálenda Nor- egs, en íslendingar töldu, að samkvæmt sáttmálanum hefði einungis verið um persónu- eða konungs-samband milli Islands og Noregs að ræða. Báðir vitnuðu i erlenda fræðimenn sér til stuðnings. Vafasamt er hversu margir þeirra hafa í raun og veru kynnt sér málið til hlýtar. Fáir eða engir gerðu það betur en Konráð Maurer, vinur og stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonar, sem yfirleitt studdi málstað íslendinga í þess- ari deilu, en nokkuð er vitnað til umsaga hans á víxl. Einn fræðimaður sænskur, Ragnar Lundborg, sem lifði fram yfir seinustu heimsstyrjöld og var mikill vinur Bjarna heitins frá Vogi, ritaði m. a. um þessi efni og var oft vitnað til rita hans af fremstu fræðimönnum Tímarit lögfræðinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.