Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 32
yður, meðan þér og yðrir arfar halda við oss þessa sált- argjörð, en lausir, ef hún rýfst, að beztu manna yfir- sýn.“ Hinn svarni eiður hljóðaði svo: „Til þess legg eg hönd á helga bók, og því skýt eg til guðs, að eg sver Hákoni konungi og Magnúsi land og' þegna og ævinlegan skatt með slíkri skipan sem nú er- um vér ásáttir orðnir og máldagabréf þar um gert vottar. Guð sé mér svo hollur sem eg satt segi, gramur, ef ég lýg-“ Svo sem menn heyra er þetta að formi til einhliða yfirlýsing Islendinga og er þó berum orðum talað um sáttargjörð. Af hálfu íslendinga hefur og ætið verið tal- að um sáttmála, þ.e..a.s. samning milli fyrirsvarsmanna Islendinga og- umboðsmanna konungs. Hvað sem form- inu líður, er ljóst, að skuldbindingar þær, sem Islend- ingar gangast undir, eru háðar skilyrðum þeim, er þeir setja, og ef gagnaðili fellst ekki á þau, þá taka skuld- hindingar Islendinga ekki gildi. Að efni til er því ótví- rætt um sáttmála að ræða. Eðlilegt er, að menn varpi fram þeirri spurningu, hvernig stóð á þessari sáttmálagerð, hver var aðdrag- andi hennar? Svar við þessu er flóknara en svo, að það verði gefið í stuttu máli, enda skortir mig lærdóm til að gefa það til hlítar, þótt meira ráðrúm væri til. Ör stutt yfirlit verður þó að gefa til þess, að menn átti sig betur á málum. Islendingar liöfðu frá uppliafi nánara samband við Norðmenn en aðrar þjóðir. Óljósar sagnir eru af því, að Haraldur konungur hárfagri hafi viljað leggja landið undir sig og síðan hafi Haraldur Gormsson, konungur Dana og Norðmanna, hótað að herja til Islands. Enn síð- ar reyndi Ólafur konungur hinn helgi að seilast hér tii valda. Þær tilraunir fóru út um þúfur og eru nú helzt í minni manna vegna ræðu þeirrar, sem Snorri Sturlu- son segir, að Einar Þveræingur hafi þá haldið, en menn 30 Tímcirit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.