Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 25
fram, að milliríkjasamningur getur haft í för með sér
slikar fullveldisskerðingar, samningsriki verði ekki leng-
ur talið fullvalda. Verða því engin skil gerð hér, hverjar
skorður stjórnlög setji við þvilíku fullveldisafsali.
Ég vík þá að lokum að þeirri spurningu, hvort þörf sé
á nýjum stjórnarskrárákvæðum vegna aukinnar þátttöku
Islands i alþjóðlegu samstarfi. Þess er áður getið, að
ýmis ríki hafi á siðari árum talið skynsamlegt eða nauð-
synlegt að taka upp í stjórnlög sín sérstök ákvæði varð-
andi aðild að alþjóðasamtökum. Eitt þeirra rikja er Dan-
mörk, en eftir grundvallarlögum Dana er islenzka stjórn-
arskráin einkum sniðin, svo sem kunnugt er. I dönsku
grundvallarlögunum frá 1953 er sérstakt ákvæði, 20. gr.,
er lýtur að þátttöku Danmerkur i alþjóðasamstarfi og
alþjóðastofnunum. Hliðstætt ákvæði var ekki í hinum
eldri grundvallarlögum.
I 20. gr. dönsku grundvallarlaganna segir, að í lögum
sé heimilt að afsala innan þar nánar tiltekinna takmarka
valdi, sem grundvallarlögin fela handhöfum rikisvalds-
ins, og fá það í hendur alþjóðastofnunum, er með gagn-
kvæmum millirikjasamningum hefur verið fengið það
hlutverk að efla alþjóðastarf og alþjóðlega réttarskipun.
Slík framsalslög eru því aðeins löglega samþykkt, að
fimm sjöttu hlutar þjóðþingsfulltrúanna gjaldi þeim já-
atkvæði. Bráðahirgðalög koma þar þvi aldrei að haldi.
Nái slíkt lagafrumvarp eigi tilskildum meiri hluta i þjóð-
þinginu, en sé þó samþykkt þar samkvæmt þeim regl-
um, er gilda um venjuleg lagafrumvörp, getur ríkisstjórn-
in borið frumvarpið undir þjóðaratkvæði, og fær það
þá lagagildi, nema meiri hluti þeirra lcjósenda, er þátt
taka i atkvæðagreiðslunni, hafni því, enda séu mótat-
kvæðin a.m.k. 30% allra atkvæðisbærra manna.
Hliðstætt heimildarákvæði, en þó nokkuð öðru vísi, hef-
ur á þessu ári verið tekið upp i norsku stjórnarskrána,
sbr. 93. gr. hennar. Sbr. augl. 23. marz 1962. Þar er
valdaframsal til alþjóðastofnana heimilað með tiltekn-
Tímarit lögfræðinga
23