Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 28
þjóðir, sem áður eru nefndar — hafa talið rétt að setja
sérstakt ákvæði um þetta efni í grundvallarlög sín. Mér
kemur auðvitað. eigi til hugar að halda því fram, að við
eigum í þessu að fylgja Dönum í blindni, en ég hygg,
að þær ástæður, sem leiddu til setningar þessa sérstaka
grundvallarlagaákvæðis hjá þeim, eigi að mörgu leyti
einnig við hjá okkur. Þess vegna er ekki út í bláinn að
vísa hér til fordæmis Dana.
Þó að menn kunni að stefnu til að fallast á þá hug-
mynd, að setja í stjórnarskrána sérstakt ákvæði varð-
andi þátttöku landsins í valdamiklum og sérstæðum al-
þjóðastofnunum, verða vafalaust eitthvað skiptar skoð-
anir um það, hverjar almennar skorður þar skuli settar.
Ég fyrir mitt leyti felli mig ekki að öllu leyti við hið
danska grundvallarlagaákvæði og ekki lieldur — og raun-
ar því síður — við 93. gr. norsku stjórnarskrárinnar.
Ég er þeirrar skoðunar, að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi
ætíð að fara fram áður en ákveðin er aðild Islands að
alþjóðastofnunum á borð við Efnahagsbandalagið, alveg
án tillits til þess, hversu mikill nieiri' hluti alþingis-
manna er málinu fylgjandi. Ég gæti þvi hugsað mér,
að nýtt stjórnarskrárákvæði um þetta efni, yrði eitthvað
á þessa lund:
Með lögum má afsala valdi, sem stjórnarskráin felur
handhöfum ríkisvaldsins, og fá það i hendur alþjóða-
stofnunum, er eiga samkvæmt gagnkvæmum millirikja-
samningum að stuðla að auknu alþjóðasamstarfi og al-
þjóðlegri réttarskipan, enda séu því valdaframsali ákveð-
in skilyrði sett i lögunum. Slík lög öðlast þó eigi gildi,
fyrr en meiri hluti allra kosningabærra manna i land-
inu hefur samþykkt þau með leynilegri atkvæðagréiðslu.
Samkvæmt framansögðu eru niðurstöður mínar i stuttu
máli þessar:
Stjórnarskráin setur aðild Islands að alþjóðastofnun-
um almennt þær skorður, að hún getur eigi átt sér stað
án samþykkis Alþingis. Samkværrtt eðlilegri stjórnlaga-
26
Tímarit lögfræðinga