Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 22
í sér víðtækt valda- og réttindaafsaf af hálfu þátttöku- ríkjanna i hendur alþjóðastofnunar. Þegar litið er til þess, sem hér hefur verið stuttlega rakið, virðist mér augljóst, að stjórnarskrárbreyting eða sérstök stjórnlagaheimild væri óhjákvæmileg, ef ísland ætlaði að gerast fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu. Island yrði þá að veita stofnunum bandalagsins víðtækt vald til ákvarðana, sem fyrirfram og án nokkurs atbeina íslenzkra stjórnarvalda væri gefið gildi hér á landi. Þar með 'hefði það afsalað valdi i tilteknum málefnum, sem stjórnarskráin beint eða óbeint fær handhöfum ríkis- valdsins. Þar sem ekkert uppsagnarákvæði er i sáttmál- anum, er vafasamt, að íslendingar gætu heimt aftur það vald, sem þeir hefðu afsalað. Þvílikar fullveldistakmark- anir eru að minni hyggju óheimilar, nema að undan- genginni stjórnarskrárbreytingu eða samkvæmt sérstakri stjórnlagaheimild, enda hefur Island aldrei afsalað svo víðtæku valdi til alþjóðastofnunar. Hitt er aftur á móti vafasamara, hvort Island gæti tengst Efnahagsbandalaginu með svonefndum aukaaðild- arsamningi án þess að breyta stjórnarskránni. Eins og áður er sagt, eru aukaaðild ekki settar álcveðnar skorður í Rómarsáttmálanum sjálfum, heldur er gert ráð fyrir sérstökum „aukaaðildarsamningi“ við hvern aukaaðila. Það fer algerlega eftir þeim samningi, hversu náin tengsl aukaaðildarríkis verða við bandalagið. Hefur verið látið í veðri vaka, að efni hinna einstöku aukaaðildarsamn- inga gæti orðið breytilegt eftir aðstæðum og þörfum hlut- aðeigandi ríkis, jafnvel allt frá 1%—99% af fullri aðild. Það er þvi engan veginn sjálfgefið fyrirfram, hverjar skuldbindingar kunni að fylgja — eða þurfi að fylgja — aukaaðildarsamningi. Bandalagið hefur ekki enn mótað neina almenna stefnu um aukaaðildarsamninga. Að þvi er bezt verður séð, eru öll þau atriði, er þar að lúta, enn þá ærið óviss og óljós. Þegar þessa er gætt, er það auðskilið, að þeirri spurn- 20 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.