Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 47
síðan þing, ekki á Bessastöðum, heldur í Kópavogi. Unnu menn fyrst erfðahyllingareið og voru síðan fengnir til þess að skrifa undir einveldisskuldbinginguna. Samtímaheimildir um Kópavogsfund eru harla fáorðar og lýsa ekki mótspyrnu af hálfu íslendinga, en allmörg- um áratugum síðar ritar Árni Magnússon eftir frásögn séra Björns Stefánssonar á Snæfuglsstöðum, er var einn af þeim, sem sóru i Kópavogi, og segir: „Þegar arfhyllingareiðarnir voru teknir á íslandi á Kópavogi, voru þar soldátar með gever (ég veit ei hve margir), tók Mag. Brynjólfur, [þ. e. biskup Sveins- son] í fyrstu nokkuð að tala við Bjelke um, að íslenzkir vildi ei gjarnan svo sleppa frá sér öllum privilegiis [þ. e. réttindum] í annarra hendur, hvað til Bjelke ei öðru svaraði en benti honum til þeirra, er krintzen [þ. e. hring- inn] gerðu (soldátanna), og spurði hvort hann sæi þessa. Svo stakk i stúf um tergeversationem [mótstöðu] og gekk hann og aðrir liðugir til þess, er vera átti. Á Kópavogi, þá arfhyllingareiðarnir áttu að takast, vildi Árni lögmaður (þá gamall orðinn) ei í fyrstu leiðast þar til. Stóð það svo einn dag eða þar um, að hann stóð streyttur þar við, tandem minis cessist lacrymans [þ. e. loks lét hann grátandi undan hótunum], og sór svo með öðrum.“ Þótt ekki sé að efa, að Islendingar hafi verið tregir til réttindaafsalsins og hermennirnir kunni að hafa haft sín áhrif, er þess þó að gæta, að 1649, þegar enginn gat vænzt neinna vandkvæða, heldur einungis veizluhalda, eftir formlega hyllingarathöfn, voru tvö herskip send hingað. Enda var Hinrik Bjelke ekki einungis höfuðsmaður á Islandi, heldur einnig sjóliðsforingi, 1662 m.a.s. ríkis- aðmiráll. Bjelke hélt og ekki siður veizlu í Kópavogi 1662, en hann hafði gert á Alþingi 1649, því að í Fitja-annál segir svo, að eftir að svarnir hafi verið einvaldsarfhyll- ingareiðar, hafi þetta gerzt: „Síðan var þeim öllum haldin ypparleg veizla; stóð Tímarit lögfræðinga 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.